fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Dómur fallinn í máli Sigurðar Gunnars gegn ÍR – „Sigur fyrir réttindi íþróttafólks“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 14:45

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Körfuknattleiksdeild ÍR til þess að greiða Sigurði Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum leikmanni liðsins, tæpar tvær milljónir í bætur auk vaxta og 800 þúsunda í málskostnað.

Sigurður höfðaði málið á hendur sínu gamla liði í kjölfar þess að ÍR sagði upp samningi sínum við Sigurð. Sigurður kom til landsins eftir stutta veru í Frakklandi þar sem hann lék með liðinu BC Orchies. Í fyrsta leik sínum fyrir ÍR eftir heimkomu slasaðist Sigurður er hann sleit krossband.

Í samtali við RUV í ágúst sagði Guðni Fannar Carrico, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, að um væri að ræða leiðindamál, en hann teldi ÍR vera að gera rétt. „Við teljum eitt vera rétt og hann telur annað vera rétt. Þetta verður síðan bara að koma í ljós.“

Nú er það einmitt komið í ljós að ÍR þarf að borga, sem fyrr sagði, tæpar tvær milljónir í bætur vegna samningsbrota.

Í dómnum segir að ÍR hafi skuldbundið sig með samningi sínum við Sigurð Gunnar til þess að greiða tilgreindar fjárhæðir samkvæmt samningnum þar til honum yrði rift eða honum sagt upp með lögmætum hætti. Meiðsl leikmannsins væru ekki réttmæt ástæða uppsagnar samnings, að mati dómsins.

Þar segir jafnframt að Sigurður hafi boðið ÍR, í kjölfar meiðsla sinna, að taka að sér önnur verkefni innan liðsins fyrir lægri þóknun, en að ÍR hafi hafnað því. Þess í stað skrúfaði liðið fyrir launagreiðslur til hans, krafðist þess að hann skilaði bíl sem hann hafði til umráða og óskaði eftir því að hann yrði ekki viðstaddur æfingar, leiki og viðburði á vegum ÍR framvegis.

Skúli Sveinsson lögmaður Sigurðar segir dóminn sigur fyrir réttindi íþróttafólks. mynd/aðsend

Enn fremur telur dómurinn að þessi ákvæði bendi eindregið til þess að áhætta vegna slysa, sem eiga sér stað í samningsbundnum körfuknattleikjum, hvíli á liðinu, en ekki íþróttamanninum, eins og segir í dómnum.

Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar Gunnars, segir í samtali við blaðamann DV málið vera sigur fyrir réttindi íþróttafólks. „Þessi íþróttafélög geta ekki bara hagað sér eins og þeim sýnist og hlaupið frá samningum þegar þeim hentar. Fyrir utan að þegar íþróttamenn meiðast í leik fyrir félag þá á félagið að standa með sínum leikmanni og aðstoða hann til bata en ekki sparka honum á dyr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur