„Eruð þið ekki að grínast í mér? Einhver sendi mér vinabeiðni sem Guðni forseti. Semsagt feikprófíll,“ segir kona á Facebook.
Á síðunni, sem ber nafnið „Guðni“ án eftirnafns og skartar mynd af forsetahjónunum sem opnumynd, segist téður Guðni hafa gefið 500 manns af handahófi peninga. Fólki er boðið upp á að framkvæma deilikúnstir á Facebook og fá í staðinn peninga. Augljóslega er um svindl að ræða og DV tekur sér það bessaleyfi að vara fólk við að samþykkja vinabeiðnir frá þessum Guðna sem augljóslega er ekki forseti Íslands.