fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Óbreytt skólastarf framhaldsskóla þrátt fyrir breytingar á reglugerð um smitvarnir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 07:59

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn tekur ný reglugerð um smitvarnir vegna kórónuveirunnar gildi. Þessi breyting mun litlu breyta um starf framhaldsskóla þar sem áfangakerfi er notað en einhverjar breytingar verða í skólum sem notast við bekkjakerfi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Steini Jóhannssyni, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að þar verði skólastarfið að mestu óbreytt frá því sem verið hefur undanfarnar vikur. „Að meiri tilslakanir séu ekki gerðar um fjöldatakmarkanir og blöndun í framhaldsskólum eru mér vonbrigði. Það gekk mjög vel á sínum tíma þrátt fyrir blöndun nemendahópa í áfangaskólanum, enda hefur verið farið eftir bókinni um sóttvarnaráðstafanir,“ er haft eftir honum.

Samkvæmt breytingum á reglugerðinni þá mega 25 manns koma saman í stað 10 eins og verið hefur að undanförnu. En fólk í stærri hópum má ekki blandast saman og það kemur í veg fyrir að hægt sé að kenna á nýjan leik í áföngum þar sem nemendur, sem koma sitt úr hverri áttinni, eru saman. Haft er eftir Steini að annarprófin muni fara fram á netinu og hefjist í lok nóvember.

Einar Hreinsson, konrektor Menntaskólans í Reykjavík, sagðist ekki búast við miklum breytingum þar því húsakynni skólans séu það þröng að nánast sé útilokað að framfylgja tveggja metra reglunni. Einnig séu aðeins tvær vikur í að próf hefjist.

Hjá Menntaskólanum á Akureyri er verið að leita leiða til að nemendur geti lokið önninni á „jákvæðan hátt“ eins og Jón Már Héðinsson, skólameistari, sagði í samtali við Morgunblaðið. Bekkjakerfið, sem þar er notað, vinni með þessu því nemendur séu í litlum afmörkuðum hópum. Hann sagði að reynt verði að ná sem flestum nemendum í hús á næstunni og verði þá farið yfir námsefni annarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“