fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Nýir eigendur Icelandair græða á tá og fingri

Heimir Hannesson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 14:13

Mynd - Icelandair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi Icelandair er í dag 1,39 og hefur verið um 1,4 síðustu daga. Það er 39% hækkun frá því hlutir í félaginu voru boðnir út í september á þessu ári. DV fjallaði um útboðið á sínum tíma. Kom þar fram að boðnir væru út hlutir að verðmæti 20 milljarða á genginu einn. Hlutafjárútboðið þótti ganga einkar vel, en yfir níu þúsund einstaklingar og fyrirtæki tóku þátt fyrir samtals 37,3 milljarða. Icelandair hafnaði tilboði Michelle Ballarin að fjárhæð 7 milljarða og eftir stóðu því 30,3 milljarðar. Ballarin keypti stóran bút úr þrotabúi WOWair á sínum tíma, meðal annars vörumerkið og vefsíðuna. Fjöldi seldra hluta í útboði Icelandair voru 23 milljarðar talsins.

Þeir 23 milljarðar sem seldir voru á genginu einn eru því orðnir, miðað við sölugengið 1,39, að um 31 milljarði og hefur verðmæti þeirra hækkað um svo til slétta 8.970 milljónir á um tveimur mánuðum.

Þannig er hver þúsund kall sem settur var í hlutafjárútboð Icelandair orðinn að um 1.400 kalli í dag.

Mikil viðskipti hafa átt sér stað með hluti í Icelandair. Í dag, þegar þetta er skrifað, hafa 226 viðskipti átt sér stað, samtals að verðmæti 531 milljóna. Viðbúið er að sú tala hækki talsvert í dag. Lægsta verðið er 1,35 og það hæsta 1,39.

Undanfarin mánuð eða svo hefur gengið verið undir útboðsgenginu einn, eða um 0,9 og lægst farið í 0,89 í byrjun nóvember. Á mánudaginn síðasta, 9. nóvember, sem var jafnframt sami dagur og mjög jákvæðar fregnir bárust af þróun bóluefnis Pfizer, hækkaði gengi hlutabréfanna úr 1,1 í 1,37 á einum degi. Hefur gengi þess ekki verið jafn hátt frá því í ágúst á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fullyrðir að einum umsvifamesta hjólaþjófi landsins hafi verið sparkað úr landi – „Svo var mér ógnað með hníf svona í þokkabót“

Fullyrðir að einum umsvifamesta hjólaþjófi landsins hafi verið sparkað úr landi – „Svo var mér ógnað með hníf svona í þokkabót“
Fréttir
Í gær

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“
Fréttir
Í gær

TM formlega komið í eigu Landsbankans

TM formlega komið í eigu Landsbankans
Fréttir
Í gær

Stefán Bogi gáttaður á bæjarstjórn Kópavogs – „Lýsir svo barnalegu skilningsleysi á því hvernig lýðræðislegt stjórnkerfi á að virka“

Stefán Bogi gáttaður á bæjarstjórn Kópavogs – „Lýsir svo barnalegu skilningsleysi á því hvernig lýðræðislegt stjórnkerfi á að virka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto