fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Sýknaður af nauðgunarkæru í Landsrétti – Fékk tvö og hálft ár í héraði

Heimir Hannesson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sýknaði í dag mann af ákæru Héraðssaksóknara frá því í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttir sinni. Var maðurinn sagður hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað hennar til hans sem stjúpföður. Mun hann m.a. hafa strokið stelpunni utanklæða og innan, yfir læri, rass, kálfa og svo klórað og strokið rass stelpunnar og stungið fingur í endaþarm hennar.

Málið á upptök sín í tilkynningu barnaverndar til lögreglu þar sem óskað var eftir rannsókn lögreglu á ætluðum brotum mannsins. Í skýrslutöku Barnahúsi í desember 2017 og aftur í janúar 2018 lýsti stúlkan undarlegri hegðun mannsins í kjölfar skilnaðar hans og móður stúlkunnar eftir sjö ára samband. Mun hún hafa orðið vör við breytta hegðun hans og sagði að hann kæmi fram við sig eins og hún væri kærasta sín.

Ákærði neitaði staðfastlega sök í skýrslutökum hjá lögreglu.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að framburður stelpunnar væri trúverðugur og gerði ekki athugasemdir við talsverðan mun á framburði hennar á milli skýrslutaka í Barnahúsi. Gaf stúlkan þær skýringar á muninum að hún hafi verið hrædd í skýrslutökunni og að á millitíðinni hafi hún notið aðstoðar sálfræðings við að rifja upp minningar og takast á við þær.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í tveggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða brotaþola 1,8 milljónir í bætur auk máls- og sakarkostnað samtals á þriðju milljón króna.

Landsréttur ósammála héraðsdómi

Í niðurstöðukafla sýknudóms Landsréttar er þar fjallað um að framburður brotaþola hafi virst einlægur í síðari skýrslugjöf en fyrir dómi hafi framburður hennar verið óstöðugur og tekið breytingum á milli mánaða. Þá komst Landsréttur að því að seinni framburður sonar ákærða, „bróður“ stelpunnar, hafi tekið breytingum á milli dómstiga og væri seinni framburður hans ótrúverðugri en sá fyrri.

Landsréttur komst þannig að þeirri niðurstöðu að brot mannsins væru ekki sönnuð, enda um orð á móti orði að ræða. Vegna stöðugs framburðar og staðfastlegrar neitunar mannsins yrði ekki að annarri niðurstöðu komist.

Maðurinn er því nú sýkn allra saka.

Málskostnaður í Landsrétti, þar á meðal málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns, um 6,5 milljónir greiðist úr ríkissjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Í gær

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“
Fréttir
Í gær

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vélráð í Vatíkaninu – Hver tekur við af Frans sem næsti páfi?

Vélráð í Vatíkaninu – Hver tekur við af Frans sem næsti páfi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafrún þakkar Áslaugu Örnu lífsbjörgina – „Hún var sannarlega á réttum stað og á réttum tíma“

Hafrún þakkar Áslaugu Örnu lífsbjörgina – „Hún var sannarlega á réttum stað og á réttum tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru greinir frá áfallasögu hans – „Eftir það var líf hans í frjálsu falli“

Amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru greinir frá áfallasögu hans – „Eftir það var líf hans í frjálsu falli“