fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Kári vonar að ekki verði slakað á sóttvarnaaðgerðum – Ríkisstjórnin ræðir framhaldið í dag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 07:30

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin fundar í dag og þar hyggst Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, leggja fram minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, með tillögum hans um áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi aðgerðir gilda til 17. nóvember en Þórólfur hefur sagt að búast megi við einhverjum takmörkunum áfram þótt einhverjum kunni að verða aflétt. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist vona að hörðum aðgerðum ljúki ekki á næstunni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Það væri ansi heimskulegt á þessu augnabliki að létta á þessum aðgerðum. Eitt af því sem við erum búin að læra á síðustu mánuðum er hversu hratt þetta getur blossað upp. Ég held því fram að við eigum að setja okkur markmið og það markmið sem ég vil setja efst á forgangslista er að sjá til þess að börn geti farið í skóla og verið í skóla á eðlilegan máta,“ er haft eftir Kára.

Hann sagðist vilja sjá innan við eitt smit á dag í tvær áður en hann færi að velta fyrir sér að slaka á aðgerðum og að mikilvægt sé að tryggja að börn og unglingar geti stundað nám sitt, þau séu framtíð íslensks samfélags. Stóra markmiðið sé að tryggja að unga fólkið komi ósnert út úr faraldrinum.

Morgunblaðið hefur eftir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, að útlitið sé gott hér en í öðrum löndum sé faraldurinn í örum vexti, til dæmis á meginlandi Evrópu. „Það er ekkert öruggt og smitin þurfa að fara eitthvað almennilega niður svo að maður geti verið rólegur með þetta,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna