Á milli september og október fjölgaði verkefnum sérsveitar ríkislögreglustjóra um tæplega 100%. Í september voru verkefni sérsveitarinnar 41 en 74 í október. Er þá átt við sérsveitarverkefni en heildarfjöldi verkefna sérsveitarinnar er meiri því hún aðstoðar önnur lögreglulið einnig við hefðbundin löggæslustörf.
Þetta kemur fram á heimasíðu lögreglunnar. Einnig kemur fram að tilkynningum um vopn hafi fjölgað mikið á milli mánaða. Slíkar tilkynningar hafi verið 24 fjórar í september en 49 í október. Í október vopnuðust sérsveitarmenn 46 sinnum.
Verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt frá áramótum. Fæst voru þau í febrúar og mars eða 24 hvorn mánuð.