fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Aldrei hafa verkefni sérsveitar ríkislögreglustjóra verið fleiri en í október

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 07:23

Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á milli september og október fjölgaði verkefnum sérsveitar ríkislögreglustjóra um tæplega 100%. Í september voru verkefni sérsveitarinnar 41 en 74 í október. Er þá átt við sérsveitarverkefni en heildarfjöldi verkefna sérsveitarinnar er meiri því hún aðstoðar önnur lögreglulið einnig við hefðbundin löggæslustörf.

Þetta kemur fram á heimasíðu lögreglunnar. Einnig kemur fram að tilkynningum um vopn hafi fjölgað mikið á milli mánaða. Slíkar tilkynningar hafi verið 24 fjórar í september en 49 í október. Í október vopnuðust sérsveitarmenn 46 sinnum.

Verkefnum sérsveitarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt frá áramótum. Fæst voru þau í febrúar og mars eða 24 hvorn mánuð.

Tölfræði yfir verkefni sérsveitarinnar á árinu 2020. Mynd:Ríkislögreglustjóri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Í gær

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“