fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Héraðsdómari telur Grím ekki vanhæfan þó að eiginkona hans hafi unnið hjá Jóa Fel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 13:16

Grímur Sigurðsson (t.v.) og Jói Fel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa nokkurs konar innheimtubréf frá þrotabúi Jóa Fel samstæðunnar, sem varð gjaldþrota fyrir skömmu, vakið mikla athygli. Fyrrverandi starfsfólk hjá samstæðunni er þar sagt skulda henni fjármuni sem spanna frá rúmlega 20 þúsund krónum og upp hátt í 300.000 krónur. Starfsfólkið kannast ekki við að skulda fyrirtækinu krónu enda hafi vöruúttektir þess ávallt verið dregnar frá launum. Hafa bréfin skotið mörgum skelk í bringu, en sumt starfsfólkið hætti störfum hjá samstæðunni löngu fyrir gjaldþrot hennar.

Skiptastjóri þrotabúsins er Grímur Sigurðsson lögmaður sem starfar á lögmannastofunni Landslög. DV fékk ábendingu þess efnis að eiginkona Gríms hefði starfað um skeð á skrifstofu Jóa Fel, meðal annars við færslu bókhalds. DV hafði samband við konuna og vildi hún ekki ræða málið við miðilinn.

DV sendi þá fyrirspurn á Grím Sigurðsson og spurði hvort rétt væri að eiginkona hans hefði starfað á skrifstofu félagsins og hvort hann teldi eðlilegt að hann hefði verið ráðinn skiptastjóri yfir búinu þrátt fyrir þessi tengsl.

Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður hjá Landslögum, svaraði fyrirspurninni fyrir hönd Gríms. Svarið er eftirfarandi:

„Hann Grímur samstarfsmaður minn framsendi mér þennan póst, en hann hefur ekki tök á að svara þér.

Héraðsdómur leitaði eftir því að Grímur skipti þessu þrotabúi og hann tók það að sér eftir að hafa upplýst um það sem þú nefnir að neðan, þ.e. að konan hans vann um tíma á skrifstofu Jóa Fel. Hvorugt þeirra átti nokkurra hagsmuna að gæta af skiptunum né tengjast þau félaginu eða eigendum þess á nokkurn hátt. Eiginkona Gríms kom heldur ekki að fjármálastjórn fyrirtækisins. Því var spurningunni sem þú leggur fram í niðurlagi bréfsins svarað áður en Grímur tók þetta að sér. Engar vanhæfisástæður sem eiga við um skiptastjóra áttu því við. Ekkert sem breytir þessu hefur heldur komið fram við skiptin og tengslin sem þú nefnir eru því engin.“

DV spurði þá hver störf eiginkonunnar hefðu verið og svaraði Jóhannes því þannig:

„Ég hef það ekki svo nákvæmt að ég geti lýst því í smáatriðum hvað hún gerði. Hún var ekki í stjórnunarstöðu hjá fyrirtækinu og var einfaldlega löngu hætt þegar gjaldþrotaskiptin komu til.“

DV hefur þráfaldlega kallað eftir úrskurði Héraðsdóms um gjaldþrotaskiptin en hann hefur ekki borist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Fréttir
Í gær

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300