fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

SÁÁ slítur sig frá spilakössunum

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn SÁÁ ákvað á stjórnarfundi sínum á fimmtudag í síðustu viku að slíta á tengsl sín við Íslandsspil, og þar af leiðandi hætta aðkomu sinni að rekstri spilakassa. Samkvæmt heimildum DV var og er einhugur innan stjórnar um málið.

Umrætt samstarf hefur verið umdeilt í mörg ár. Nýkjörinn formaður SÁÁ, Einar Hermannsson, lýsti því sem svörtum bletti á starfsemi félagsins í viðtali við DV, fyrr á þessu ári. „Ekkert réttlætir þessa tekjuleið SÁÁ,“ sagði hann þá. Einar lagði mikla áherslu á þetta atriði í kosningabaráttu sinni sem hann háði í sumar. „Þó að 55 milljónir séu vissulega umtalsverð fjárhæð, er það lítill hluti heildarveltu samtakanna og því ætti að vera gerlegt að afla þeirra tekna með öðrum leiðum,“ hafði DV eftir Einari fyrr á árinu.

Íslandsspil eiga og reka fjölda spilakassa um allt land og eru í eigu Rauða krossins, SÁÁ og Landsbjargar. Rauði krossinn er langstærsti eigandinn með 64% hlut, Landsbjörg næst með 26.5% hlut og á SÁÁ 9.5% hlut í félaginu. SÁÁ veitir ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og hefur mörgum því þótt eignarhlutur SÁÁ í Íslandsspilum og aðkoma þess að útgerð spilakassa slá skökku við.

Íslandsspil er rekið samkvæmt lögum um söfnunarkassa. Heimila lögin félagi í eigu ofangreindra þriggja aðila að reka spilakassa, en almennt eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Skal samkvæmt lögunum allur ágóði renna til félaganna þriggja. Í ljósi þess að eignarhald SÁÁ á félaginu sé tilgreint í sjálfum lögunum sem heimila rekstur þess er óvíst hvernig brotthvarf SÁÁ úr eigendahópi þess verður útfært og hvort lagabreyting þurfi að koma til. Samkvæmt sömu heimildum DV er sú vinna þegar hafin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi