fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Innbrotafaraldur í Kópavogi upplýstur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leyst stórt þjófnaðarmál í Kópavogi. Um var að ræða fjölda innbrota þar sem miklu var stolið. Tveir karlmenn á fertugsaldri hafa játað sök í málinu. Talið er að hluti af þýfinu hafi farið í sölu á sölusíðum á netinu og er fólk beðið um að gæta að sér í slíkum viðskiptum og fara fram á að seljandi sýni kvittun fyrir vörunni. Fréttatilkynning lögreglu vegna málsins er eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst fjölda innbrota í Sunnusmára í Kópavogi í síðasta mánuði. Um var að ræða innbrot í bæði geymslur og hjólageymslur og stálu þjófarnir öllu steini léttara, m.a. reiðhjólum, matvælum og húsmunum af ýmsu tagi. Í fyrstu var á litlu að byggja við rannsókn málsins, en með þrautseigju og útsjónarsemi tókst lögreglu að komast á slóð hinna óprúttnu aðila, sem reyndust vera tveir karlar á fertugsaldri, en þeir hafa báðir játað sök. Framkvæmdar voru húsleitir í þágu rannsóknarinnar og var lagt hald á mikið af þýfi.

Undanfarið hefur verið unnið að því að koma hlutunum aftur í réttar hendur, en eitthvað af þýfinu hafði þegar verið selt á sölusíðum á netinu.

Af því tilefni hvetur lögreglan fólk til árvekni þegar keyptir eru hlutir á sölusíðum á netinu, t.d. að seljandi sýni kvittun fyrir vörunni. Of oft gerist það að mati lögreglu að þýfi finnst í fórum kaupenda sem bera við að þeir hafi ekki vitað að varan var stolin, vita ekki nafn seljanda, heimilisfang eða annað sem að gagni má koma við rannsókn  málsins, en finnst engu að síður sárgrætilegt og ósanngjarnt að varan sé af þeim tekin og komið í vörslu réttmæts eiganda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar og Írar búa sig undir óveður sem gæti orðið sögulegt: „Þetta er veður sem þarf að taka mjög alvarlega“

Bretar og Írar búa sig undir óveður sem gæti orðið sögulegt: „Þetta er veður sem þarf að taka mjög alvarlega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ætla að kæra Sindra til lögreglu fyrir meint brot sem gætu náð allt aftur til 2021 – Starfsfólk, listamenn og velunnarar í áfalli

Ætla að kæra Sindra til lögreglu fyrir meint brot sem gætu náð allt aftur til 2021 – Starfsfólk, listamenn og velunnarar í áfalli