fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Bólefni gegn Covid-19 gæti komið fyrir áramót – „Ég er himinlifandi“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 13:03

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóluefni gegn Covid-19 er handan við hornið ef marka má niðurstöður frá Pfizer/BioNTech um virkni bóluefnisins sem er í framleiðslu hjá þeim.

Niðurstöðurnar hjá Pfizer/BioNTech eru mun betri en sérfræðingar höfðu vonast eftir. Há prósenta þeirra sem þróa með sér vörn gegn veirunni gerir niðurstöðurnar afar sannfærandi. Í frétt The Guardian um málið segir að til að bóluefnið sé samþykkt þarf það að hafa 50% virkni þannig að helmingur þeirra sem fær það verði ónæmur. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er virknin í þessu bóluefni um 90%.

„Í dag er frábær dagur fyrir vísindi og mannkynið,“ segir Dr. Albert Bourla, framkvæmdastjóri Pfizer, um niðurstöðurnar. „Við erum að ná þessum mikilvæga áfanga þegar heimurinn þarfnast þess sem mest.“

Þá er Bill Gruber, einn af vísindamönnunum sem eru að þróa bóluefnið, afar ánægður. „Ég er himinlifandi,“ segir hann. „Þetta er magnaður dagur fyrir heilbrigði almennings og gefur okkur möguleika á að komast úr þessum aðstæðum sem við erum í.“

Rannsóknir og próf á bóluefninu munu halda áfram sem þýðir að prósentan á virkni getur breyst en miðað við fyrstu niðurstöðurnar er líklegt að bólefnið verði samþykkt. Ef unnið er hratt að því að samþykkja bóluefnið gætu heilbrigðisstarfsmenn fengið fyrstu skammtana fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag