19 innanlandssmit af COVID-19 greindust í gær. Er þetta sterk vísbending um að smitum fari fækkandi.
Af þessum 19 voru sjö utan sóttkvíar.
Á landamærum greindust 3 virk smit í gær og fjórir bíða mótefnamælingar.
Alls voru tekin 1.296 innanlandssýni í gær og 485 á landamærum.
1.1414 eru nú í sóttkví, 735 í einangrun og 78 á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu.