Einn lögreglumaður hefur verið leystur tímabundið undan störfum vegna handtöku á manni á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði á mánudaginn. Þá handtöku fjórir lögreglumenn mann einn og notuðu bæði piparúða og kylfur.
Sjónarvottar segja lögreglumenn hafa lamið manninn í höfuðið og hafi hann legið meðvitundarlaus í blóði sínu. Fréttablaðið skýrði frá þessu í morgun.
Rannsókn málsins er komin til héraðssaksóknara. Í nýrri tilkynningu frá lögreglu um málið segir:
„Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði sl. mánudag, en málinu var vísað til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara líkt og kom fram í fyrri pósti okkar í dag.“