fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Helga Vala hjólar í þrotabú Jóa Fel – „Nú get ég ekki orða bundist“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 10:35

Samsett mynd DV. Helga Vala og Sveinbjörn Claessen hjá Landslögum sem sendi út bréfin á fyrrverandi starfsfólk Jóa Fel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir DV þess efnis að fyrrverandi starfsfólk Jóa Fel hafi í hrönnum fengið bréf frá þrotabúi félagsins, þess efnis að það skuldaði fyrirtækinu peninga, jafnvel hundruð þúsunda, vöktu mikla athygli. Svo virðist sem vöruúttektir fólksins hafi verið skuldfærðar í bókhaldi en ekki hafi verið fært til bókar þegar þær voru dregnar frá launum þess.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til embættis varaformanns flokksins, tjáir sig um málið á Facebook-síðu henni en ung kona henni nákomin starfaði hjá Jóa Fel. Bendir Helga á að þessi óþægilegu bréf komi í kjölfar þess að fólkið hafi mátt þola launaþjófnað. Helga Vala er ómyrk í máli:
„Nei hættið nú alveg! Nú get ég ekki orða bundist. Manneskja mér nákomin starfaði þarna frá árinu 2018. Þegar hún ætlaði að nýta sér rétt sinn snemma á þessu ári til að fá gleraugnastyrk frá VR kom í ljós að afteknum stéttarfélagsgjöldum hafði ekki verið skilað né heldur lífeyrissjóðsgjöldum eða öðru. Það var bara eins og hún hefði ekkert unnið þarna, átti engan rétt og svo kom í ljós að launaþjófnaður hafði að auki verið stundaður á þessari ungu konu.
Nú er starfsfólki send rukkun! Starfsfólki sem nýlega hefur missti vinnuna – starfsfólki sem á fjögurra ára tímabili tók út vörur og var rukkað samviskusamlega um. Það virðist sem „gleymst“ hafi að færa þetta inn í bókhaldið og þá virðist skiptastjóra detta það eitt í hug að senda áður láglaunafólkinu, sem nú er líklega flest allt atvinnulaust rukkun. Þetta finnst mér alveg ömurlegt þótt ég viti vel að skiptastjóri beri ekki ábyrgð á fyrri slóðaskap eigenda þá er þetta ofsalega aumt allt.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið