fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Stella Blómkvist snýr aftur á skjáinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 10:15

Heiða Rún í hlutverki Stellu Blómkvist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er unnið að nýrri þáttaröð um Stellu Blómkvist. Hún er nú þegar í framleiðslu hér á landi en það er Sagafilm sem framleiðir hana fyrir Sjónvarp Símans og Viaplay. Heiða Rún Sigurðardóttir (Heida Reed úr Poldark á BBC) verður áfram í aðalhlutverki.

Fyrsta serían hlaut átta tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Nýja serían verður í boði á Viaplay á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum og Sjónvarpi Símans hér á landi. Það er Sagafilm sem framleiðir þáttaröðina, með stuðningi frá Kvikmyndastöð Íslands og iðnaðar- nýsköpunarráðuneytinu, fyrir Sjónvarp símans og Viaplay.

Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir einnig:

„Snjöll, miskunnarlaus og með smekk fyrir fínu viskíi, kýs reykvíski lögfræðingurinn Stella Blómkvist aðeins eina leið að réttlæti – sína eigin. En eftir því sem tengsl hennar við nokkra af öflugustu stjórnmálamönnum Íslands aukast, stendur Stella frammi fyrir röð flókinna mála sem neyða hana til að nýta einstaka hæfileika sína – og lögin – til hins ýtrasta.

Stella Blómkvist er byggð á samnefndum metsöluskáldsögum og er leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni (Svartur á leik) og Þóru Hilmarsdóttur (Brot). Þáttaröðin samanstendur af sex þáttum og er dreift á heimsvísu af Red Arrow Studios International og af Lumière í Benelux-löndunum (Belgíu, Hollandi og Lúxemborg). Fyrsta serían var meðal annars sýnd á streymisveitu AMC Networks, Sundance Now, í Norður-Ameríku, Bretlandi, Ástralíu og Nýja Sjálandi og af NBCUniversal Global á Spáni og á frönskumælandi svæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök