fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Sjáðu myndbandið – Vildi ekki setja á sig grímu í Bónus – „Þessi grímuskylda er að taka súrefni af fólki“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja, góðan daginn. Þá erum við komin í Bónus og það er grímuskylda, eins og svo mörgum stöðum annars staðar þar sem er verið að láta plata sig. En við þurfum að kaupa í matinn og við ætlum að láta eftir í þetta skiptið.“

Þetta segir maður nokkur í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Maðurinn var allt annað en sáttur með það að þurfa að nota grímu í versluninni. „Hann ætlar hvort sem er að skipa okkur að setja grímur á okkur,“ segir maðurinn og beinir myndavélinni að öryggisverðinum. „Hann náttúrulega veit ekki betur. En förum inn, tökum þátt í þessu leikriti,“ sagði maðurinn og setti síðan buff fyrir vit sín. „Meira ruglið maður.“

Þegar maðurinn gekk inn stöðvaði starfsmaður Bónus hann og sagði að hann þurfi að vera með grímu á sér ef hann ætlar inn í verslunina. „Ég er með grímu,“ sagði maðurinn þá og átti við buffið sitt. Starfsmaðurinn sagði honum að það væri ekki í lagi, hann þyrfti að vera með alvöru grímu. „Þetta er eina sem ég set á mig. Ég tek ekki þátt í þessu, ætlarðu þá að reka mig út?“ spurði maðurinn starfsmanninn og svaraði hún því játandi.

„Veriði sælar og þið ættuð að skammast ykkar öll sem takið þátt í þessu leikriti!“ kallaði maðurinn yfir verslunina á leiðinni út. „Sömuleiðis,“ kallaði einhver til baka til mannsins. „Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um,“ sagði maðurinn við því.

Maðurinn gekk þá aftur út í bílinn sinn. „Við þurfum að átta okkur á því að það er stríð á okkur og þessi grímuskylda er að taka súrefni af fólki og gera það veikara,“ segir maðurinn þegar hann er kominn í bílinn. „Það veit ég og ég er búinn að kenna öndun í um 13 ár og byrjaði að stúdera hana fyrir 16 árum, þannig ég veit betur. Ég vil endilega að þið áttið ykkur á því hverju þið eruð að taka þátt í. Það er verið að taka athyglina frá öðru sem er að gerast með þessu kínaflensubulli.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en búið er að eiga við það svo ekki sé hægt að þekkja einstaklingana í því:

https://vimeo.com/474986249

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, talaði um grímuskylduna á fundi Almannavarna í gær. Víðir talaði um svipuð atvik og átti sér stað í myndbandinu og var hann vægast sagt pirraður vegna þess. „Það er eitt alveg ótrúlegt mál sem við höfum verið að fást við um helgina,“ sagði Víðir og nefndi að hann hafi heyrt sögur af ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum verslana sem ekki vildu setja á sig grímur. Víðir áréttaði að það væri vissulega grímuskylda í verslunum. „Þetta er svo mikið kjaftæði, að ég bara trúi ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir, bersýnilega nokkuð heitt í hamsi.

Lesa meira: Víði heitt í hamsi – „Þetta er svo mikið kjaftæði“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður