fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Lárusi vikið úr starfi skiptastjóra – Lét hagsmuni sjálfs sín ráða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 08:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Ástæðan er brot á starfs- og trúnaðarskyldum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð um þetta á föstudaginn. Ástæðan fyrir brottvikningunni er framferði Lárusar í tengslum við sölu á Þóroddsstöðum í Reykjavík sem var verðmætasta eign þrotabúsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í úrskurði héraðsdóms segi að eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta. 200 milljóna kauptilboði í hana hafi verið tekið í fyrra en salan hafi ekki gengið í gegn því kaupandinn gat ekki fjármagnað kaupin.

Eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus hafði verið skipaður skiptastjóri var húsið tekið úr sölu hjá Mikluborg. Skömmu síðar var það selt sama aðila, og hafði áður gert tilboð í það, í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar. Kaupandinn fékk þá 70 milljóna króna afslátt frá fyrra verði.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að það sem hafi ráðið þessari ákvörðun hafi verið hagsmunir Lárusar. Þetta hafi tryggt að þóknun vegna sölu Þóroddsstaða rynni til eiginmanns hans en sölulaunin námu 2,5% af söluverðinu en það er töluvert hærri prósenta en venja er.

Þykir dóminum að Lárus hafi brotið alvarlega gegn starfs- og trúnaðarskyldu sinni og hafi framferði hans verið með þeim hætti að ekki þyki réttmætt að gefa honum tækifæri til að breyta starfsháttum sínum. Nýr skiptastjóri hefur verið skipaður yfir þrotabúinu. Fréttablaðið hefur eftir Sigurgeiri Valssyni, lögmanni eins kröfuhafa, að umbjóðandi hans hafi þegar lýst skaðabótakröfu í búið vegna fjártjóns sem hann hafi orðið fyrir vegna málsins og hann áskilji sér rétt til að höfða mál á hendur Lárusi persónulega. Aðrir kröfuhafar eru einnig sagðir vera að skoða stöðu sína.

Fréttablaðið segir að Lárus hafi verið skipaður formaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna í júlí af Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra en bæði hann og eiginmaður hans hafa verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Uppfært klukkan 08:30:

DV hefur borist svar frá Lárusi Sigurði Lárussyni vegna efnis fréttarinnar. Svarið fer hér á eftir í heild sinni:

,,Lárus Sigurður Lárusson segist vera að skoða að kæra úrskurð héraðsdóms til Landsréttar þar sem hann er ekki sammála niðurstöðunni. Hann hefur borið hana undir aðra lögmenn sem hafa tekið undir þá afstöðu hans.

,,Í niðurstöðunni er ekki efast um lagaheimildir skiptastjóra til þess að ráðstafa eignum þrotabúa. Mikið af þeim aðfinnslum sem voru gerðar voru minniháttar og eiga ekki að valda frávikningu skiptastjóra. Ég hafna því að hafa tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni búsins og byggir sú fullyrðing dómsins á huglægu mati á aðstæðum, þar sem m.a. litið er fram hjá áhrifum Covid-19 faraldursins á efnahagslíf þjóðarinnar,“ segir Lárus.

,,Niðurstaðan byggir líka á röngum upplýsingum um söluþóknun fasteignasala. Í úrskurðinum er á því byggt að fasteignin hafi verið í einkasölu en staðreynd málsins er að hún var í almennri sölu og söluþóknun tók mið af því skv. verðskrá. Þá er það viðtekin venja þegar fasteignasala er rekinn samhliða lögmannstofu að eignir sem þessar séu seldir í gegnum fasteignasölu viðkomandi lögmannsstofu sem annast búskiptin,“ segir Lárus.

Hann segir að fasteignin sem um ræðir sé sérstök og ekki hægt að verðmeta eins og venjulegt íbúðarhúsnæði. Hún lýtur því öðrum lögmálum í sölu enda fjárfesting og verðmæti fjárfestinga tekur sveiflum eftir hreyfingum í efnahagslífi. ,,Ég hef undir höndum tvö verðmót frá fasteignasölum sem styðja söluverð eignarinnar. Ekki var aflað dómkvadds mats um verðmæti eignarinnar. Ástand fasteignarinnar að öðru leyti var afar bágborið og ég hef undir höndum fjölda ljósmynda sem teknar voru af ástandi hennar bæði innandyra og utan en þær lágu ekki fyrir í niðurstöðu héraðsdóms.“

Lárus telur ennfremur að málsmeðferðin fyrir dómi sé óskýr þar sem aldrei var þingfest ágreiningsmál heldur eingöngu boðað til sáttafunda um aðfinnslurnar. Af þessu leiðir t.a.m. að sannsögli var ekki brýnt fyrir aðilum sem mættu á fund til að lýsa atvikum eins og gert er við vitnaskýrslur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu