fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Innbrotafaraldur í Mosfellsbæ – „Hér sit ég í áfalli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 19:27

Samsett mynd DV. Loftmyndin sýnir Lágafellshverfi en Tanga- og Holtahverfi eru nálægt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innbrotafaraldur hefur geisað í hverfunum fyrir neðan Vesturlandsveg í Mosfellsbæ um nokkurt skeið, í Tangahverfi, Holtahverfi og Lágafellshverfi. Sumir íbúar hafa orðið fyrir miklu tjóni og eru langþreyttir á ástandinu. Telja þeir að fjölga þurfi eftirlitsmyndavélum í bænum og lögregla þurfi að leggja aukinn kraft í rannsóknir málanna. Samkvæmt lögreglu er hún að ná böndum á ástandinu.

Svona lýsir kona ein sem býr í fjölbýlishúsi í Tangahverfi ömurlegri uppákomu sem varð fyrir skömmu:

„Hér sit ég í áfalli eftir daginn. Kom að geymslunni minni galopinni í morgun og búið að stela öllum verkfærum , flökkurum með gömlu myndefni sem nýtist engum ,jólagjöfum fyrir barnabörnin og fl. Eins var búið að taka frystikistuna úr sambandi og allt ónýtt í henni. Tjón upp á rúma miljón + tilfinningalegt tjón. Við erum nýflutt hingað af því að okkur langaði að komast í bæinn sem allir töluðu um að væri svo gott að búa. Ég veit ekki , ég efast. Er lögreglan ekkert að vinna í þessum málum?“

DV náði sambandi við eiginmann konunnar sem segir að þau hjónin hafi orðið fyrir miklu tjóni í innbrotinu. Hann segir innbrotafaraldur vera í gangi í bænum: „Ég held að þetta séu engar tilviljanir. Það er innbrotafaraldur í gangi. Það sást til manna á svæðinu en ekkert hægt að sanna í bili, lögreglan tók skýrslu af þessu strax og hefur ekki tjáð sig um hvort málið sé að leysast eða ekki,“ segir hann í samtali við DV. Hann segir innbrot tíð á svæðinu:

„Þetta er þriðja innbrotið í þetta hús og þeir hafa líka farið í blokk hér fyrir neðan. Einhvern veginn komust þeir inn í geymsluganginn og þar sparka þeir upp hurðinni, þetta er ekki mjög sterkt. Þeir virðast vera áskrifendur að verðmætum úr okkar geymslum. Þetta er ömurlegt. Þetta er grafalvarlegt mál og það mætti fjölga eftirlitsmyndavélum í Mosfellsbæ, þær eru af skornum skammti.“

Kona ein í bænum skrifar: „Í nótt var allt hreinsað fyri framan húsið hjá mér í Dalatanga, það voru styttur t.d ljón og álfastelpa og blómapottar. Hvað er að gerast hérna í Mosó ,endalaust verið að stela.“ – Fjölmargar slíkar og verri reynslusögur hafa birst í íbúahópum í Mosfellsbæ undanfarið.

Frásagnir eru ennfremur af dularfullum mönnum á ferli með gaskút og töskur fylltar af þýfi.

Lögreglan meðvituð um ástandið

DV náði sambandi við Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjón á lögreglustöð 4 hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir lögregluna vera vel meðvitaða um faraldurinn í Mosfellsbæ og hafa safnað miklum upplýsingum.

„Þetta er tímabundið ástand og við höfum miklar upplýsingar sem við erum að vinna með,“ segir hún en kveðst ekki geta verið nákvæmari. „Þetta er ákveðið ástand sem lögreglan er að reyna að koma böndum á. Það er verið að vinna að erfiðum málum sem tengjast þessum tilkynningum sem hafa verið gefnar. Þetta er mjög erfitt ástand en við erum að vinna í þessu og það er eftirlit í gangi i Mosfellsbæ,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“