27 smit greindust í gær. Er það því þriðji dagurinn í röð sem færri en 30 smit greinast. Nýgengi smita hefur hríðfallið síðustu daga og er nú 188,4. Hæst fór það í 291,5 í þriðju bylgjunni sem hófst 15. september.
Enn er talsverður fjöldi á sjúkrahúsi vegna Covid, eða 74, og fjórir á gjörgæslu. Samtals hafa 4.957 Covid-19 smit greinst á Íslandi, og má því búast við að þau nái fimm þúsund á næstu tveim eða þrem dögum.
872 eru í einangrun vegna virks Covid-19 smits hér á landi, og 2.083 í sóttkví. Fer því smituðum og þeim í sóttkví fækkandi með hverjum deginum að því er virðist.
11 af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar.