fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Víði heitt í hamsi – „Þetta er svo mikið kjaftæði“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 11:35

Víðir Reynisson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundruðir undanþágubeiðnir hafa borist almannavörnum og heilbrigðisráðuneytinu og sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, á upplýsingafundi almannavarna nú í morgun að starfsmenn hafa verið að vinna fram á nótt við að svara þessum undanþágubeiðnum.

„Það er mikilvægt að ef við eigum að horfa á þessar aðgerðir og þær eiga að skila einhverjum árangri að það séu ekki allir að leita að einhverjum undanþágum,“ sagði Víðir á fundinum. „Ég held að það hafi verið tiltölulega skýrt að við værum að fara í ansi harðar aðgerðir og markmiðin nást ekki ef það á að veita undanþágur til allra. Við hvetjum þá sem ekki eru með beinlínis lífsnauðsynlega starfsemi í gangi að vera ekki að sækja um undanþágur.“

Til þessa hörðu aðgerða er gripið til þess að ná því markmiði að hefta samfélagsleg smit og koma lífinu í sinn vanagang sagði Víðir. Þá sagði hann ástandið í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu almennt væri þannig að ekki væri hægt að verða við þessum beiðnum.

Víðir skýrði þá reglugerðina sem snéri að verslunum, en misskilnings virðist hafa gætt vegna þeirra. Skýrði hann reglurnar þannig að 10 starfsmenn mega vera saman í hólfi, og að þeir 10 mega ekki deila salernis- og kaffiaðstöðu með öðrum starfsmönnum.

Víðir vék svo að grímuskyldu í verslunum: „Það er eitt alveg ótrúlegt mál sem við höfum verið að fást við um helgina,“ sagði Víðir og nefndi að hann hafi heyrt sögur af ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum verslana sem ekki vildu setja á sig grímur. Víðir áréttaði að það væri vissulega grímuskylda í verslunum. „Þetta er svo mikið kjaftæði, að ég bara trúi ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir, bersýnilega nokkuð heitt í hamsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“