Um hálffjögurleytið í dag stöðvaði lögregla mann í Hafnarfirði sem grunaður var um akstur undir áhrifum vímuefna. Ökumaðurinn kvaðst vera smitaður af Covid 19 og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu. Veittist maðurinn að lögreglu og þurfti að yfirbuga hann með piparúða.
Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Segir þar að töluvert hafi verið um tilkynningar um hugsanleg brot á sóttvörnum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.
Um þrjú-leytið í dag var maður handtekinn í Hlíðunum fyrir brot á áfengislögum. Maðurinn hafði sýnt af sér ógnandi hegðun við vegfarendur.
Upp úr kl. 17 var maður handtekinn í miðborginni vegna líkamsárásar. Málið er í rannsókn.