fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Kosningavaktin: Svona verður kosningavakan annað kvöld – Fyrstu tölur um miðnætti

Heimir Hannesson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 10:56

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil eftirvænting er fyrir kosningunum sem fram fara á morgun í Bandaríkjunum. Kosið er á milli Donalds Trumps, sitjandi forseta, og Joe Biden, öldungadeildarþingmanns til áratuga og fyrrum varaforseta Barack Obama. Kosningarnar eru um margt sögulegar og baráttan sú allra litríkasta sem sést hefur á okkar tímum. Fara þarf aftur til ársins 1800 til að finna jafn skrautlega kosningabaráttu, en þá kepptust þeir Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og John Adams, sitjandi forseti. Þá var það þannig að sá sem hlaut flest atkvæði kjörmanna varð forseti og sá næsti í röðinni varð varaforseti. Þessu var breytt eftir þessar kosningar.

Jafntefli varð á milli Jefferson og varaforsetaefnis síns, Aaron Burr, og færðist þá úrslitaatkvæðið til þingsins. Kosningunum lauk þannig að Alexander Hamilton, fyrsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna, lét til sín taka og sannfærði þingið um að kjósa Jefferson og Burr varð þannig varaforseti. Hamilton og Burr tókust á nokkuð harkalega eftir þetta og enduðu átök þeirra með því að varaforseti Bandaríkjanna, Aaron Burr skoraði Hamilton á hólm, og drap hann í einvígi.

En, aftur að nútímanum.

Kosningakerfið og mikilvægi þess fyrir morgundaginn

Bandaríska kosningakerfið kann að virðast flókið við fyrstu sýn, en það er í gruninn sáraeinfalt. Fram fara kosningar í hverju ríki auk Washingtonborgar. Sigri í hverju ríki fyrir sig færir frambjóðanda kjörmenn og sá sem fær meirihluta kjörmanna vinnur.

Innan hvers ríkis nægir að vinna kosninguna með einföldum meirihluta og fær þá frambjóðandi alla kjörmennina sem í boði eru. Örfáar undantekningar eru á þessu, en látum það liggja á milli hluta í bili.

Sum ríki eru í eðli sínu „blá,“ eða „rauð.“ Þar sem annar frambjóðandinn er að mælast með meira en 10-15% fylgi er lítil spenna. Úrslit þeirra ríkja eru fyrir fram ákveðin og lítið annað en formsatriði að bíða eftir úrslitum þar. Önnur ríki, þar sem mjórra er á munum milli frambjóðenda eru gjarnan kölluð sveiflu-ríki, [e. swing state], enda sveiflast þau á milli þess að vera blá og rauð.

Þessi ríki eru og kjörmannafjöldi þeirra eru:
Flórída (29)
Georgía (16)
Norður Karólína (15)
Ohio (18)
Iowa (6)
Arizona (11)
Michigan (16)
Wisconsin (10)

Í Maine (4) og Nebraska (5) eru svo kosið um einstaka kjörmenn eftir kjördæmum, svo möguleiki er að Biden taki einn kjörmann af 5 úr rauða ríkinu Nebraska (5) og Trump gæti hirt einn úr bláa ríkinu Maine (4).

Biden og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókratanna, hefur eytt talsverðum tíma og púðri í Texas undanfarið í veikri von um að öðlast 38 kjörmenn þar. Það er ólíklegt að svo fari, en ef svo, væri það hin fullkomna niðurlæging fyrir Donald Trump.

Þá hefur Trump eytt miklum tíma í Pennsylvaníu, þar sem Biden fæddist og ólst upp. Pennsylvanía gæti brugðið til beggja vona og yrði það töluverð niðurlæging fyrir Biden ef Trump sigraði þar. Ríkið hefur úr 20 kjörmönnum að spila og skiptir því talsverðu máli.

Michigan (16) og Wisconsin (10) fá að fljóta með á lista yfir sveifluríki af hefðarástæðum og vegna þess að Trump tók ríkin 2016 með næfurþunnum mun. Biden er með gríðarlega sterka stöðu þar og kæmi það stórkostlega á óvart ef hann heldur ekki þeim samanlögðum 26 kjörmönnum sem ríkin hafa úr að spila.

Staðan miðað við skoðanakannanir

Eins og kosningakortið lítur út núna, daginn fyrir kjördag, er ljóst að það hallar á Trump alls staðar. Trump þarf að taka öll sveifluríkin sem listuð voru að ofan, halda Texas (38) og taka Pennsylvaníu (20) til þess að sigra.

Trump hefur verið að saxa á í Flórída (29) og því ljóst að enn eina ferðina verða öll augu límd á fyrstu tölur frá ríkinu. Nánar um fyrstu tölur hér að neðan. Trump er eins og er, að mælast aðeins yfir í Texas (38), sem við var að búast, og Ohio (18). Öll önnur ríki virðast halla undir Biden og fylgið nokkuð stöðugt.

Svo ber að geta þess að í mörgum ríkjum er kosningaþátttakan að nálgast eða komin yfir það sem hún var árið 2016. Fjölmargir hafa nýtt sér þann möguleika að kjósa utan kjörfundar í aðdraganda kosninganna. Ýmsar ástæður eru fyrir því. Báðir frambjóðendur hafa lagt áherslu á við sína stuðningsmenn að þeir komi atkvæði sínu til skila hið fyrsta, kórónuveirufaraldurinn hefur sjálfsagt sín áhrif, og raðir á kjörstað hafa sögulega verið mjög langar á kjördag. Þar að auki er kosið á þriðjudegi og ekki á allra færi að fá frí úr vinnu eða skóla í heilan dag til þess að standa í röð.

Kosninganóttin: Svona lítur hún út

mynd/270towin

Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma

23:00

Fyrstu kjörstaðir til þess að loka í Bandaríkjunum eru hlutar Indiana (11) og Kentucky (8) klukkan 11 á íslenskum tíma. Það gætu því orðið fyrstu tölur sem berast og þar sem Trump nýtur sterkrar stöðu á báðum stöðum verða tölur þar, hvernig sem þær líta út, ófréttnæmar.

00:00

Fyrstu kjörstaðir sem vert er að fylgjast með loka á miðnætti . Ríkin sem loka þá eru:
Alabama (9)
Flórída (29)
New Hampshire (4)
Georgía (16)
Suður Karólína (9)
Vermont (3)
Virginía (13)

Fljótlega eftir miðnætti gætu því mjög mikilvægar tölur legið fyrir, þá helst í Flórída (29) og Georgíu (16). Ef úrslitin eru gríðarlega góð fyrir Biden úr fyrstu tölum úr þessum ríkjum gætu úrslitin að mestu leyti verið ráðin strax þá. Án Flórída (29) fara sigurlíkur Trumps úr litlu í svo til ekkert. Án Flórída (29) og Georgíu (16) skreppa þær enn meira saman.

00:30

Norður Karólína (15), Ohio (18) og Vestur-Virginía (5) loka klukkan hálf eitt. Vestur-Virginía (5) er Trumpríki og lítilla frétta að vænta þaðan. Ohio (18) hefur verið að mælast nokkuð rautt síðustu daga, og við því að búast að Trump taki það. Úrslit Norður Karólínu (15) verða talsvert meira spennandi. Áreiðanlegustu kannanirnar sýna jafntefli þeirra á milli þar og því verður mjög fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum þar. Í þeim gætu leynst vísbending um hvort kerfisbundna skekkju sé að ræða í skoðanakönnunum í ár eins og reyndist vera árið 2016.

01:00

Um eitt má því búast við því að fyrstu tölur verða komnar eða væntanlegar úr fjórum mikilvægum sveifluríkjum. Flórída (29), Georgíu (16), Norður Karólínu (15), og Ohio (18). Þessi fjögur ríki eiga það líka sameiginlegt að talning utankjörfundaratkvæða er þegar hafin, og verða því fyrstu tölur nokkuð áreiðanlegri en ella, enda fjöldi utankjörfundaratkvæða gríðarlegur.

02:00

Fjöldi ríkja lokar kjörstöðum sínum klukkan tvö að íslenskum tíma. Þau ríki sem verður áhugavert að fylgjast með hér eru:
Michigan (16) (hluti ríkisins lokar kjörstöðum sínum klukkan 2)
Pennsylvanía (20)
Texas (38)

Michigan (16) er sveifluríki en Biden hefur verið að mælast með ágætis fylgi þar hingað til. Ef svo vill til að Trump á enn séns á sigri eftir fyrstu tölur af austurströndinni verður honum að ganga vel úr fyrstu tölum í Michigan (16). Sama á við um Pennsylvaníu (20)

Texas (38) er þarna haft með til gamans, enda eru allar líkur á Trump sigri, en það verður engu að síður gaman að sjá hversu langt Biden kemst. Ljóst er að hann er að leggja mikla áherslu á það nú á síðustu dögum kosninganna.

Pennsylvanía (20), Michigan (16) og Wisconsin (10) hafa þann háttinn á talningu, að þau munu bíða með utankjörfundaratkvæðin, og því verður lítið að marka fyrstu tölur, enda verður meirihluti atkvæða ekki talinn fyrr en að talningu atkvæða á kjördag lokinni.

03:00

Arizona (11)
Michigan (16) (Hluti ríkisins lokar síðar)
Texas (38) (Hluti ríkisins lokar síðar)
Nebraska (5) (Ríkið er eldrautt en Biden gæti átt von á einum mikilvægum kjörmanni þar)
New York (29) (Biden vinnur, bara spurning með hversu miklu)

Á þessum tímapunkti er sú staða líklegust, að ef niðurstöður liggja ekki fyrir hér, þá gætu niðurstöðurnar ekki legið fyrir fyrr en eftir nokkra daga, eða vikur.

Slík niðurstaða mun óumflýjanlega enda fyrir dómstólum með einum eða öðrum hætti. Framkvæmd kosninganna í Bandaríkjunum er ósamhæfð. Ekki aðeins er hún mismunandi á milli ríkja, heldur líka á milli sýslna innan ríkjanna. Það er því óumflýjanlegt að tekist verður á um eitthver atriði fari það svo að mjótt verður á munum.

04:00

Það er því ráðlegging þess sem þetta ritar, að ef tölur liggja ekki fyrir um fjögur leytið, að fara í háttinn. Þú ert ekki að missa af neinu héðan af.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ánægður með að Diljá Mist tapaði

Ánægður með að Diljá Mist tapaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar