Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segist vera hættur að tjá sig um COVID-19 en hann hefur verið gagnrýninn á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda sem og framgöngu Íslenskrar erfðagreiningar. Segist Haukur meðal annars hafa þurft að þola hótanir frá læknum vegna skrifa sinna. Haukur segir ekki treysta sér til að leggja mannorð sitt að veði. Pistill hans um þetta er eftirfarandi:
„Hatur, óþverragangur, hótanir og útúrsnúningar mæta þeim sem telja sóttvarnarlækni fara offari. Já, nokkrar hótanir, m.a. frá læknum. Getum við ekki gert betur? Búum við í Tyrklandi þar sem ein ríkisskoðun er leyfileg? Það fylgist enginn íslenskur fjölmiðill með alþjóðlegri umræðu vísindamanna og alþjóðlegri hreyfingu heilbrigðisstarfsmanna gegn miklum lokunum.
Ég treysti mér ekki til að leggja mannorðið undir í þessu efni og segi ekkert meira í bili. En það mun koma í ljós hvaða leið „hefði átt að fara“ í málinu. Á meðan getur múgurinn átt sviðið og dómstóll götunnar dæmt menn til dauða.
Ég get annað hvort eytt innleggjum við þennan status eða sent þau til lögreglu. Ég vel fyrri kostinn. Það hafa aðeins þrír komið með málefnalegt innlegg (um lýðræðislega umræðu).“
https://www.facebook.com/haukura/posts/10159740833368306