fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Barnaverndarnefnd mótmælir sýningu þáttanna Fósturbörn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 17:43

Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttarins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hefur sent tilkynningu á fjölmiðla þar sem mótmælt er sýningu á þættinum Fósturbörn sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Segir að opinber umfjöllun um það mál sem tekið er fyrir í þættinum geti haft slæmar afleiðingar.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Vegna umfjöllunar þáttarins Fósturbörn á Stöð 2 mánudaginn 02. 11. 2020, óskaði Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar eftir því að eftirfarandi yfirlýsing yrði birt í umræddum þætti á Stöð 2. Þeirri beiðni var hafnað af hálfu forsvarsmanna Stöðvar 2 og því er yfirlýsingin send á fjölmiðla.

Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins.

Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál.

Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins.

Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar.“

Undir yfirlýsinguna skrifa Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ánægður með að Diljá Mist tapaði

Ánægður með að Diljá Mist tapaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar