Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í bréfi sem var sent til foreldra og forráðamanna í gær segi að þeir sem ekki eiga grímur geti fengið þær í skólanum en skólinn keypti grímur í vor og haust.
Flestir kennarar og starfsfólk mun ganga með grímur segir í bréfinu og að skólinn verði vel loftræstur. Þetta sé áhrifarík leið til að draga úr smithættu og minnka hættuna á röskun skólastarfs. Er þar vísað til þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælist til þess að börn tólf ára og eldri sé meðhöndluð eins og fullorðnir.
Í Réttarholtsskóla verður ekki um eiginlega grímuskyldu að ræða og verður nemendum, sem ekki eru með grímu, ekki vísað heim.