fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Áfengisneysla virðist almennt hafa dregist saman í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í könnun sem Gallup gerði fyrir Embætti landlæknis um heilsu og líðan á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar kemur fram að minna var um ölvunardrykkju hjá körlum og konum á meðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í mars og apríl.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að með ölvunardrykkju sé átt við að fólk drekki fimm eða fleiri drykki í einu. Munur er á milli kynjanna hvað varðar drykkju en mun fleiri karlar greina frá ölvunardrykkju og á það við um í ár og síðasta ár. Það dró þó úr drykkju karla frá janúar fram í ágúst. Hjá konum dró úr drykkju á milli ára á tímabilinu mars til júní en á þessu ári var drykkja þeirra meiri í janúar, febrúar, júlí og ágúst.

Í mars og apríl á þessu ári sögðust 46,6% karla hafa neytt fimm eða fleiri drykkja í einu á síðustu þrjátíu dögum en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 56,6%. Hjá konum var hlutfallið 28% í ár en 37,1% á síðasta ári.

Fréttablaðið hefur eftir Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, að minni eftirspurn hafi verið eftir áfengismeðferð á þessu ári og eigi það einnig við um nýkomufólk, sérstaklega hjá þeim sem eru undir fertugu.

Haft er eftir Valgerði að niðurstöður könnunarinnar passi vel við hennar eigin upplifun af fyrstu bylgjunni.

„Almenningur virðist vera að drekka minna og það sjáum við til dæmis á minni eftirspurn. Við vitum að hjá ákveðnum hópi einstaklinga sem eru með áfengisvanda hefur drykkja aukist en það endurspeglar ekki þjóðina,“

er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?