fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Áfengisneysla virðist almennt hafa dregist saman í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í könnun sem Gallup gerði fyrir Embætti landlæknis um heilsu og líðan á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar kemur fram að minna var um ölvunardrykkju hjá körlum og konum á meðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir í mars og apríl.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að með ölvunardrykkju sé átt við að fólk drekki fimm eða fleiri drykki í einu. Munur er á milli kynjanna hvað varðar drykkju en mun fleiri karlar greina frá ölvunardrykkju og á það við um í ár og síðasta ár. Það dró þó úr drykkju karla frá janúar fram í ágúst. Hjá konum dró úr drykkju á milli ára á tímabilinu mars til júní en á þessu ári var drykkja þeirra meiri í janúar, febrúar, júlí og ágúst.

Í mars og apríl á þessu ári sögðust 46,6% karla hafa neytt fimm eða fleiri drykkja í einu á síðustu þrjátíu dögum en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 56,6%. Hjá konum var hlutfallið 28% í ár en 37,1% á síðasta ári.

Fréttablaðið hefur eftir Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, að minni eftirspurn hafi verið eftir áfengismeðferð á þessu ári og eigi það einnig við um nýkomufólk, sérstaklega hjá þeim sem eru undir fertugu.

Haft er eftir Valgerði að niðurstöður könnunarinnar passi vel við hennar eigin upplifun af fyrstu bylgjunni.

„Almenningur virðist vera að drekka minna og það sjáum við til dæmis á minni eftirspurn. Við vitum að hjá ákveðnum hópi einstaklinga sem eru með áfengisvanda hefur drykkja aukist en það endurspeglar ekki þjóðina,“

er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti