fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Fyrirlestur dósents við HÍ vekur athygli – „Þetta er ekki í lagi“ – „Mér varð eiginlega óglatt“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 4. október 2020 09:34

Skjáskot úr fyrirlestrinum á YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frábær standard á þessu alveg hreint,“ sagði nemandi við Háskóla Íslands eftir að hafa horft á fyrirlestur Freydísar Jónu Freysteinsdóttur, dósents í félagsráðgjöf.

Nokkur atriði í fyrirlestrinum vöktu upp spurningar hjá nemandanum sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum Twitter. Það fyrsta sem nemandinn nefndi var að Freydís talaði um að kynhneigð væru oft flokkuð í þrjá flokka, gagnkynhneigð, samkynhneigð og tvíkynhneigð.

Ástæðan fyrir því að þetta vakti athygli nemendans er líklega sú að undanfarið hefur umræða um kynhneigðir verið öðruvísi, talað er um að kynhneigðir séu mun fleiri.

Annað sem vakti athygli nemendans var að Freydís talaði um áhrif streitu mæðra á meðgöngu. „Þegar mæður upplifa mikla streitu á miðjumánuðum meðgöngu þá er líklegra, ef að um karlkyns fóstur er að ræða, að það verði samkynhneigt,“ sagði Freydís í fyrirlestrinum sem um ræðir.

Þá vakti það einnig athygli nemendans að Freydís hafi sagt að flestir „stelpulegir“ strákar verði samkynhneigðir. „Ein rannsókn sýndi að stór hluti drengja sem voru álitnir stelpulegir á barnsaldri verða samkynhneigðir eða 75% þeirra,“ sagði Freydís.

„Mér varð eiginlega óglatt!“

„Henni gengur gott eitt til en ákvað því miður að nota mjög gamlar rannsóknir og gömul gögn. Virðist ekki hafa kynnt sér neitt hvað hefur gerst í þessum fræðum síðastliðin 20-30 ár. sem er jú MIKIÐ. Útkoman finnst mér jaðra við að vera skaðleg,“ sagði nemandinn um fyrirlesturinn á Twitter.

Eftir að nemandinn vakti athygli á þessu á samfélagsmiðlinum hafa margir tjáð sig um þetta. „Já neinei þetta er ekki í lagi,“ sagði einn notandi samfélagsmiðilsins. „Þetta jaðrar ekki við að vera skaðlegt. Þetta ER skaðlegt! Háskólinn vill varla láta kenna sig við svona fornfræði á þessu sviði,“ sagði annar. „Úff, alltaf skellur að komast að því að ég sé ekki til og kynhneigðin mín ekki heldur,“ sagði svo enn annar notandi.

Þá var nemandinn hvattur af tveimur notendum til þess að senda inn kvörtun vegna fyrirlestursins. „Mér varð eiginlega óglatt!“ sagði svo annar notandi.

Ekki náðist í Freydísi Jónu við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum