fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Kaupfélag Skagfirðinga gefur fólki í neyð 40.000 máltíðir fyrir jólin – „Þetta er alger himnasending“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 06:45

Beðið eftir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram til jóla ætla Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess, sem stunda matvælaframleiðslu, að gefa fólki í neyð mat sem svarar til 40.000 máltíða. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, segir að hér sé um viðleitni fyrir tækisins að ræða til að aðstoða fólk sem á í tímabundnum erfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og afleiðinga hans.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórólfi að það kreppi víða að í þjóðfélaginu um þessar mundir og enginn eigi að líða neyð vegna þess, mikilvægt sé að standa saman í þessari baráttu.

Um kjöt, fisk og mjólkurvöru er að ræða, íslenska hágæðamatvöru, sem Þórólfur sagði að væri ekki kominn nærri síðasta söludegi.

„Nei, þetta er allt fyrsta flokks matur, hið sama og við erum að flytja úr landi eða selja í búðir hér innanlands,“

er haft eftir honum. Hann sagðist jafnframt telja mikilvægt að íslenskt atvinnulíf og matvælaiðnaður standi með þeim, sem eiga á brattann að sækja í því óvenjulega þjóðfélagsástandi, sem nú ríkir.

„Skagafjörður er mikið matvælaframleiðsluhérað og við lítum á það sem skyldu okkar að koma að liði við þessar aðstæður,“

sagði hann einnig.

Fram undan er vinna við að skipuleggja dreifingu á matvörunum en hjálparstofnanir munu sjá um hana. Heimsfaraldurinn og ástandið vegna hans gera dreifinguna erfiðari en ella því gæta þarf að sóttvarnaráðstöfunum og aðgerðum.

„Þetta er alger himnasending. Þetta er stærsta matargjöf allra tíma og hún gæti ekki komið á betri tíma. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því hvað ástandið er slæmt. Þörfin hefur aldrei verið meiri, ekki einu sinni í hruninu,“

hefur Morgunblaðið eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands, en hún sagði einnig að hún hafi aldrei kynnst öðru eins ástandi á þeim 26 árum sem hún hefur starfað við hjálparstörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“