Utanríkisráðuneytið Bandaríska neitaði að tjá sig um mál bandaríska sendiherrans, Jeffrey Ross Gunter og færslur sendiráðsins á Facebook undir hans stjórn.
Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið fjallaði í gær um Covid-19 smit meðal sendiráðsstarfsmanna. Í kjölfarið réðst sendiráðið í nótt af nokkurri hörku á Fréttablaðið í áðurnefndri Facebook færslu, sem það sagði fals-fréttablað, en staðfesti um leið efni fréttar Fréttablaðsins.
Vöknuðu nokkuð hörð viðbrögð meðal landsmanna, sem DV fjallaði um fyrr í dag.
DV leitaði eftir viðbrögðum bandaríska utanríkisráðuneytisins vegna Facebook færslunnar, sem sendiráðið kostar nú birtingar á á Facebook til að breiða út sem víðast hér á landi. Spurningarnar sem DV lagði fyrir ráðuneytið voru:
Fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins svaraði nú síðdegis og sagði að utanríkisráðuneytið gæti og myndi ekki tjá sig við DV og vísaði á fjölmiðlafulltrúa sendiráðsins. Von er á tilkynningu frá sendiráðinu vegna málsins.