Facebook færsla bandaríska sendiráðsins frá því í nótt vakti furðan og undru margra í morgunsárið. Í færslunni spyr sá sem skrifar hvort falsfréttir hafa fest rætur á Íslandi. „Has Fake News Arrived in Iceland?“ spyr höfundurinn í fyrirsögn færslunnar.
Í færslunni ræðst höfundur hennar nokkuð harkalega á Fréttablaðið, en þar segir á ensku:
America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having Zero COVID-19 infections ever in the entire U.S. Embassy history. It is shameful to see Fréttablaðið’s irresponsible journalism. Long after the dedication, a single case of COVID-19 was caught by a local employee.
It is terrible and sad that Fake News Fréttablaðið would be so unprofessional and disrespectful in using COVID-19 for political purposes during this crisis. The U.S. Embassy in Reykjavik Iceland has always been and is one of the SAFEST havens from COVID-19 in #Reykjavik.
En færslunni lýkur ekki þar, því eins og tíðkast í Facebook færslum sendiráðsins fylgir iðulega íslensk þýðing með, og hún er svohljóðandi, í upprunalegri útgáfu:
Ameríka náði að vígja nýja sendiráðið án COVID-19 smits. Skömmin er núna hjá Fréttablaðinu fyrir ábyrgðarlausan blaðamennska. Löngu eftir vígslu kom upp eitt tilfelli vegna smits í íslenskum skóla. Smittíðnin á Íslandi er með því hæsta í Evrópu. Ömurlegt að Fals-Fréttablaðið væru svo ófagmannlegt og sýnir virðingarleysi með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi. Bandaríska sendiráðið hefur alltaf verið og er öruggasta athvarfið frá COVID-19 í Reykjavík.
Sendiherrann bandaríski hefur áður vakið athygli hér á landi, en í sumar sagði meðal annars Fréttablaðið frá því að sendiherrann Jeffrey Ross Gunter hafði óskað eftir því að fá að ganga um vopnaður hér á landi, enda óttaðist hann um öryggið sitt. Hlaut sendiherrann talsverða gagnrýni fyrir vikið, ekki síst frá almenningi. Þá vakti hann athygli fyrir að kalla Covid-19 „Kínaveiruna.“
Gunter er pólitískt skipaður og hverfur hann úr embætti með forsetanum ef Donald Trump tapar kosningunum næstkomandi þriðjudag.