fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Skaginn 3X sameinast Baader

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. október 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórnir Akraness og Ísafjarðarbæjar lýsa yfir mikilli ánægju með Skaginn 3X sé að fara að sameinast stórfyrirtækinu Baader. Skaginn 3X er með starfsstöðvar á Akranesi og Ísafirði.

Bæjarstjórnir Akraness og Ísafjarðarbæjar segja að sameiningin feli í sér mikil tækifæri til framleiðsluaukningar og sölu. Sameiginleg yfirlýsing bæjarstjórnanna er eftirfarandi:

„Í morgun var tilkynnt í fjölmiðlum að fyrirtækið Skaginn 3X og stórfyrirtækið Baader hafi ákveðið að sameina krafta sína á næsta ári, með fyrirvara um samþykki þar til bærra eftirlitsstofnana. Um afar ánægjulegar fréttir er að ræða, ekki síst á þeim sérstöku tímum sem nú blasa við í íslensku samfélagi og heimsbyggðinni allri.

Skaginn 3X er með starfsstöðvar bæði á Akranesi og Ísafirði. Á sameiginlegum fundi í gærkvöldi fengu bæjarfulltrúar sérstaka kynningu á þessum áformum frá Ingólfi Árnasyni forstjóra Skaginn 3X og nokkrum lykilstarfsmönnum.

Ljóst er að í samrekstri Skaginn 3X og Baader felast mikil tækifæri til að vaxtar með aukinni framleiðslu afurða fyrirtækisins og sölu þeirra. Þá er ljóst að einnig felast í þessu tækifæri til að stórefla rannsókna og þróunarstarf til hagsbóta fyrir starfsfólk og íslenskt samfélag.

Einhugur er meðal bæjarfulltrúa um að fylgja fyrirtækjunum í þessari vegferð enda er fyrirtækið Skaginn 3X með sterkar rætur í báðum bæjarfélögum.

Ástæða er til að fagna þessum tímamótum og óska fyrirtækinu og bæjarbúum til hamingju með áfanganog þessi merku tíðindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Alisson verðlaunaður
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ömmur og afar Bryndísar Klöru stíga fram: „Tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum“

Ömmur og afar Bryndísar Klöru stíga fram: „Tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landhelgisgæslan fylgist með skuggaflota Rússa  

Landhelgisgæslan fylgist með skuggaflota Rússa  
Fréttir
Í gær

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Í gær

Kristinn stofnar Scaling Legal

Kristinn stofnar Scaling Legal
Fréttir
Í gær

Bjarni blæs á gagnrýnina og segir ótvíræða kosti fylgja því að taka upp herskyldu hér á landi

Bjarni blæs á gagnrýnina og segir ótvíræða kosti fylgja því að taka upp herskyldu hér á landi
Fréttir
Í gær

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“