Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi jafnaði 62 viðtöl verið hjá Heimilisfriði á mánuði en á síðustu þremur mánuðum hafi þau verið vel yfir hundrað á mánuði. Haft er eftir Andrési að hluta af skýringunni megi rekja til kórónuveirufaraldursins en að aðrir þættir spili einnig inn í.
„Það hefur verið mikil umræða um heimilisofbeldi undanfarið, ásamt því að við höfum verið sýnilegri. Vonandi er stærri hluti af menginu að skila sér til okkar, maður vonar það. Við sem sinnum þessum málum finnum fyrir auknum þunga í þeim málum sem til okkar koma. Vandamálin virðast þyngri og það er meira um undirliggjandi vandamál, til að mynda aukinn kvíða,“
er haft eftir honum.
Flestir þeirra sem leita til Heimilisfriðar hafa beitt maka sinn ofbeldi. 75% skjólstæðinganna eru karlar og 25% konur.