Í húsbrunanum í Kórahverfi í Kópavogi í gær missti ung kona heimili sitt. Auk þess dóu sex af tíu hundum hennar en það tókst að bjarga fjórum.
Hrundið hefur verið af stað fjársöfnun til styrktar ungu konunni. Í kynningartexta söfnunarinnar í Hundasamfélaginu á Facebook segir:
„Í brunanum sem var í Kópavogi í gær missti ung kona heimili sitt og 6 af hundabörnunum hennar dóu af völdum brunans. Það tókst að bjarga 4 hundum.
Þessi unga, duglega og yndislega kona missti því bæði heimili sitt og hluta af börnunum sínum í þessum hræðilega atburði.
Stofnaður hefur verið styrktarreikning í hennar nafni til þess að aðstoða hana, fjölskylduna hennar og hundabörnin sem lifðu af. Með leyfi frá adminum ætla ég að setja þetta hér inn.
Þetta eru algjörlega frjáls framlög og allt fer beint til Ernu til þess að gera henni kleift að kaupa það sem vantar og komast aftur á fæturna eftir þetta stóra áfall.
kt. 250898-2829
reikningsnr: 0545-14-003866“