Sigurður Ívar Másson, sem rekið hefur ásamt fjölskyldu sinni glæsilegt hótel á Geysissvæðinu í Haukadal, hefur ásamt Sigurði Erni Sigurðssyni verið ákærður fyrir skattsvik.
Er þeim sem forsvarsmönnum einkahlutafélagsins Byggingafélagið Grettir gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattframtölum félagsins á lögmæltum tíma rekstrarárin 2008 og 2009.
Ennfremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð rúmlega 16 og hálf milljón, af 166,5 milljóna króna arðgreiðslu.
Krafist er þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Aðalmeðferð í málinu verður 20. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands.