28 ára gamall Spánverji hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot fyrir að hafa í byrjun ágúst þessa árs flutt til landsins rétt tæp 15 kíló af maríhúana ætlað til sölu hér á landi.
Konan kom til landsins með flugi FI-521 frá Frankfurt í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar. Efnin hafði hún falið í töskunni sinni, þó ekki nægilega vel að því er virðist.
Talsvert lítið umferð var um Keflavíkurflugvöll á þessum tíma, byrjun ágúst, sökum heimsfaraldurs Covid-19, og hefur þeim möguleika verið velt upp að takmarkanir á ferðalögum manna hafi haft áhrif á flutningsleiðir fíkniefna.
Við konunni blasir nú allt að 12 ára fangelsisdómur verði hún fundin sek um brotið sem hún er ákærð fyrir.
Héraðssaksóknari gerir þá kröfu í málinu að konunni verði gert að sæta refsingu vegna brota sinna og að hún greiði allan sakarkostnað sem af málinu hlýst.