Íslenskur maður sem flýði réttvísina frá Danmerku hefur verið handtekinn í bænum Benissa í Alicante. Þetta kemur fram í spænska fjölmiðlinum El Confidencial.
Maðurinn er sagður eiga yfir höfði sér 12 ára fangelsi í Danmörku fyrir kynferðisbrot og alvarlega líkamsárás gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms.
Dóttir mannsins er sögð hafa verið undir 12 ára aldri er brotin áttu sér stað.
Samkvæmt spænska miðlinum áttu brotin gegn barninu sér stað á árunum 2006 til 2010, bæði á Íslandi og í Danmörku. Maðurinn er sagður hafa beitt stúlkuna harkalegu líkamlegu ofbeldi til að berja niður mótspyrnu hennar.
Handtakan átti sér stað á heimili mannsins í Alicante, samkvæmt spænska miðlinum.