Eldsvoði varð um þrjúleytið í Arakór í Kópavogi. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á Dalsvegi. Hún gat ekki gefið nánari upplýsingar um málsatvik. Nokkrir slökkviliðsbílar eru á vettvangi.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri staðfesti í samtali við DV að um allsherjarútkall hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarinnar væri að ræða. Hann gat ekki veit frekari upplýsingar um eldsvoðann.
Um var að ræða einbýlishús við Arakór. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum.
Blaðamaður DV tók meðfylgjandi myndir af vettvangi.