fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fréttir

Hafnfirðingur ákærður fyrir flugeldamisferli – Ekki tekst að birta honum ákæru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. október 2020 22:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok september var stolið flugeldum úr gámi við Skógarlind í Kópavogi að verðmæti um 266 þúsund krónur. Maður hefur nú verið ákærður fyrir að veita flugeldunum viðtöku og koma þeim í geymslu á Selfossi. Hefur maðurinn verið ákærður fyrir peningaþvætti en til vara fyrir hylmingu fyrir að taka við þessum flugeldum sem hann hefði mátt vita að væru stolnir.

Flugeldarnir eru eftirfarandi samkvæmt ákæru frá héraðssaksóknara:

 

Maðurinn er 34 ára gamall Hafnfirðingur. Auk þessarar ákæru er hann ákærður fyrir fjölmörg umferðarlaga- og fíkniefnabrot.

Málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjaness þann 2. desember næstkomandi.

Ekki hefur tekist að birta manninum ákæru og hefur hún verið birt í Lögbirtingablaðinu. „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum,“ segir í fyrirkallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu
Fréttir
Í gær

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandarískur brotamaður fróaði sér á almannafæri í Kópavogi

Bandarískur brotamaður fróaði sér á almannafæri í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna