fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Viðbrögð stjórnenda HG við Covid-smitum rannsakað sem sakamál – Forvarnarverðlaun útgerðarinnar höfð að háði á netinu

Heimir Hannesson
Mánudaginn 26. október 2020 12:25

COVID-19 hópsmit kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni eins og frægt varð. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2013 hlaut Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal forvarnarverðlaun TM. Verðlaunin voru veitt þeim fyrirtækjum sem hafa skarað fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum. Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma.

Í tilkynningu frá TM á þeim tíma er haft eftir Einari Val Kristjánssyni, þáverandi og núverandi framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins að starfsfólkið sé lykillinn að viðurkenningunni. Hefur Vb.is eftir Einari: „Lykillinn hjá okkur er fyrst og fremst lítil starfsmannavelta. Okkar starfsmenn halda vel utan um hlutina og hvern annan, t.d. eru þetta mikið til sömu mennirnir á skipunum okkar.“

Málið þykir einkar óheppilegt fyrir HG enda beinist nú töluverð gagnrýni að stjórnendum fyrirtækisins og gengur nú fréttin frá árinu 2013 manna á milli í netheimum með áföstum háðsglósum.
Eru útgerðin og skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar, frystitogara HG, nú sakaðir um að hafa stefnt skipi sínu og áhöfn þess til veiða þrátt fyrir að stór hluti hennar sýndi einkenni Covid. Lýsti háseti Júlíusar Geirmundssonar í átakanlegu viðtali við RUV í síðustu viku aðstæðum um borð. Þar sagði hann að einn hafi smitast af öðrum og að erfitt hafi verið að horfa upp á þá veikustu. Þá hafði áður komið fram skammta þurfti verkalyf til veikra um borð þar sem þau voru af skornum skammti um borð í skipinu.

Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú málið og útilokar ekki að hafin verði sakamálarannsókn á hugsanlegum brotum útgerðarinnar og skipstjórans. Í lögum er skipstjóri gerður ábyrgur fyrir velferð áhafnar og varðar það við þau lög að koma sjúkum eða slösuðum áhafnarmeðlimum ekki til bjargar.

Í tilkynningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær sem Fréttablaðið sagði frá sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS að útgerðin yrði að axla ábyrgð á málinu og að það hefði skaðað samskipti sjómanna og útgerða um allt land. Samtökin ættu að þekkja vel til skipsins, því eins og Stundin sagði frá fyrr í dag eru myndskeið af skipinu notuð í kynningarmyndbandi SFS um samfélagsábyrgð.

 

Leiðrétting: Í fyrri útgáfu var haft eftir háseta um borð í Júlíusi Geirmundssyni að skammta hafi þurft verkjalyf. Hið rétta er að hásetinn sagði það ekki, heldur eiga þau orð sér annan uppruna. Hefur það verið leiðrétt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“