fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fréttir

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 15:26

Myndir frá blaðamannafundi LSH í Katrínartúni í dag – Ljósmynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, úskýrði á blaðamannafundi í dag hversvegna spítalinn sé kominn á neyðarstig, líkt og greint var frá í dag. Hann segir að ástæðan sé hópsmitið á Landakoti, öldurunarlækningadeild spítalans. Hann lýsir ástandinu sem því sem þau óttuðust mest.

„Ástæðan er sú að eftir tímabil í þriðju bylgju faraldursins þar sem svo vel gekk að við vorum farin að skoða það að auk af fjölda valkvæðra aðgerða. núna á fimmtudaginn uppgötvum við klasasmit á Landakoti, þar sem og mjög veikt aldrað fólk er. þetta klasasmit hefur dreifst mjög víða bæði innan og utan spítalans. Smitstuðullinn er greinilega mjög hár þarna og það eru margir að veikjast í í þessum viðkvæma hópi. Það kemur aftan að okkur. Jafnframt þá stöðvast að mestu útskriftir eldra fólks, sem er mjög alvarlegt.“

Páll sagði að nú væri spítalinn kominn í „fimmta gír“. Þá skipti hann verkefnum spítalans í þrjá flokka.

„Það er því mikilvægt að setja spítalann í ,ef svo má segja, fimmta gír, í efsta viðbragð til að glíma við þetta.“

„Verkefnið er í rauninni, í fyrsta lagi að verja getu spítalans til að sinna þeim veikustu með COVID-19, í öðru lagi að ná utan um núverandi smit þannig að fleiri smitist ekki og í þriðja lagi að standa vörð um grundvallarhlutverk okkar sem sérhæfðs sjúkrahús fyrir öll önnur vandamál.“

Hann sagði að það sem þau hefðu óttast mest væri nú að gerast. Nú þyrfti á samtakamátt alls smafélagsins að halda.

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest og sem mörg önnur samfélög hafa þurft að glíma við að sýkingin blossuðu upp í okkar viðkvæmustu hópum. Það þarf samtakamátt okkar allra til að taka á þessu. Neyðarstig þýðir að allur fókus spítalans fer á viðbrögð við þessari vá við þurfum alla heilbrigðisþjónustu og allt samfélagið með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“
Fréttir
Í gær

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hádegisfundur um spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands

Hádegisfundur um spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur varar við: Heilt byggðarlag þurrkaðist út á einni nóttu – „Öflugir stormar munu verða tíðari“

Guðmundur varar við: Heilt byggðarlag þurrkaðist út á einni nóttu – „Öflugir stormar munu verða tíðari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílskýlismálið hafi valdið Helgu og Theodór miklu hugarangri – Segja Reykjavíkurborg ganga fram af mikilli hörku

Bílskýlismálið hafi valdið Helgu og Theodór miklu hugarangri – Segja Reykjavíkurborg ganga fram af mikilli hörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir menn fyrir dóm vegna hættulegra árása við Extra í Reykjanesbæ og Holtaskóla

Fjórir menn fyrir dóm vegna hættulegra árása við Extra í Reykjanesbæ og Holtaskóla