fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Heiðurspeningur íslensku lögreglunnar er með einn af fánunum sem gerði allt vitlaust í gær

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. október 2020 12:32

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af íslenskri lögreglukonu vakti mikla athygli í gær vegna merkja sem hún var með á sér við störf sín. Vildu margir meina að merkin væru rasísk en lögreglukonan hafnaði því alfarið. Hún sagði að um væri að ræða merki sem lögreglumenn um allan heim skiptist á. Í samtali við RÚV sagðist lögreglukonan til að mynda vera að senda eitt slíkt merki til lögreglumanns í Bretlandi eftir að hann hafði samband við hana í gegnum samskiptamiðla. Þá sagði hún einnig að mjög margir lögreglumenn séu með svipuð merki á sínum lögreglubúningum.

Heiðurspeningur með fánanum

Eins og áður segir þá vakti málið mikla athygli en mikið var talað um málið á samskiptamiðlum í gær. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, deildi mynd í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins sem er afar áhugaverð. Myndin sýnir nokkurs konar pening sem Gunnar segir að sé „heiðurspeningur sem erlendum lögreglumönnum er gefið þegar þeir koma hingað í heimsókn“.

Á myndinni sem Gunnar deildi má sjá að á bakhlið peningsins er eins fáni og lögreglukonan var með á búning sínum á myndinni umtöluðu. Um er að ræða íslenska fánann með blárri línu í gegn en það vísar til Thin Blue Line fánans í Bandaríkjunum. Thin Blue Line fáninn eða blá línu fáninn á að merkja þá þunnu línu sem lögreglumenn feta daglega í stöfum sínum og ku vísa til hversu þunn lína er milli lífs og dauða, reglu og óreglu. Gagrýnendur hafa bent á að fáninn sé táknmerki um „þau“, það er að segja lögreglan, á móti „okkur“ og er átt við fólkinu. Þannig sé verið að undirstrika aðskilnað lögreglu og þegna á neikvæðan hátt.

„Það er ekkert óljóst“

Ljóst er að meðlimir í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins eru ekki mjög ánægðir með að þunna bláa línan sé á þessum heiðurspeningi. „ANDSKOTINN, er þetta fólk virkilega fært um vinnuna sína? Hver hleypir svona í gegn…ERUM VIÐ AÐ BORGA FYRIR ÞETTA DRASL,“ sagði einn meðlimur hópsins. „Vá, þessu hefði ég ekki trúað bara,“ sagði annar meðlimur. „Hver hannaði þetta og lét framleiða og borgaði reikninginn?“ spurði síðan enn annar meðlimur.

Ekki eru þó allir meðlimir hópsins sammála um að fáninn sé slæmur. Einn meðlimur talaði um að merking þunnu bláu línunnar væri óljós en Gunnar Smári svaraði því. „Það er ekkert óljóst við Thin Blue Line, þetta er merki sem löggan í US notar til réttlæta ofbeldi sitt, að hún sé síðasta varðstaðan áður en kaosið tekur við. Sú staða gefur þeim réttlætingu fyrir að gera hvað sem þeim finnst þurfa,“ sagði Gunnar Smári.

„Hér á landi hefur ekkert slíkt gerst“

Einn meðlimur hópsins spurði lögregluna út í heiðurspeninginn í athugasemd undir Facebook-færslu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í gær. „Hvernig útskýrið þið heiðurspening lögreglunnar, sem hefur Thin Blue Line á bakhliðinni?“ spurði meðlimurinn. Lögreglan svaraði spurningunni og sagði að þunna bláa línan væri varla vandamálið þarna.

„Merkið er gamalt og táknar hvernig lögreglan stendur vörð um samfélagið,“ sagði Lögreglan í athugasemdinni. „Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur þetta hinsvegar tengst alvarlegum vanda sem snýr að meðferð lögreglu á svörtum borgurum þess lands. Hér á landi hefur ekkert slíkt gerst og það að tengja slíkt merki einatt við rasisma er ekki rétt. Hinsvegar hefur verið tekin sú ákvörðun að banna allar merkingar á fötum okkar fólks, enda ekki samkvæmt reglugerð.“

Ekki náðist í Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúa lögreglunnar, við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega