Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að vegna strangari sóttvarnarreglna en venjulega séu svo margir hermenn hér á landi í einu. Auk þess að fara í skimun á landamærunum fara allir hermennirnir í tveggja vikna vinnusóttkví.
„Þeir fara einnig í fjórtán daga sóttkví í sínu heimalandi áður en þeir koma til landsins. Nú standa yfir áhafnaskipti. Af þeim sökum eru tvöfaldar áhafnir á staðnum tímabundið, en skiptin taka þrjár til fjórar vikur vegna farsóttarinnar og krafna um sóttkví liðsmanna,“
er haft eftir Ásgeiri sem sagði að engin tengsl væru á milli fyrrgreindra verkefna og að tilviljun hafi ráðið því að þau hafi komið til framkvæmda á sama tíma.
„Áhafnaskiptin taka óvenjulangan tíma að þessu sinni vegna kórónaveirufaraldursins en venjulega taka þau nokkra daga,“
sagði hann.