fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

COVID-19 smit í Snælandsskóla – Engin kennsla í dag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 03:27

Snælandsskóli. Mynd:Kópavogur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja tilfelli COVID-19 smits kom upp í Snælandsskóla í gær. Skólinn verður því lokaður í dag á meðan unnið er að smitrakningu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send til foreldra og forráðamanna í gærkvöldi.

Fram kemur að skólinn verði lokaður til að gæta fyllsta öryggis og varúðar. Ekki sé um formlega sóttkví að ræða hjá öðrum en þeim sem teljast hafa verið útsettir fyrir smiti og fá tilkynningu um það.

Ákvörðunin um að hafa skólann lokaðan meðan verið er að leggja mat á útbreiðslu smitsins var tekin í samráði við smitrakningarteymið að því er segir í tilkynningunni.

Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra og forráðamanna um leið og þær liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“