fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Samherji segist hafa gögn sem sýni að Jóhannes hafi verið einn að verki í mútugreiðslunum – „Mái hefur ekki áhuga á þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. október 2020 11:33

Jóhannes Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji segist hafa komist yfir mörg hundruð blaðsíðna dagbækur Jóhannesar Stefánssonar frá þeim árum er hann stýrði rekstri Samherja í Namibíu. Segir í nýbirtu myndbandi Samherja, sem er um sjö mínútna langt, að ekkert í dagbókunum bendi til þess að hann hafi stundað mútugreiðslur í samráði við Þorstein Má Baldvinsson eða aðra stjórnendur Samherja.

Í fréttaþættinum Kveikur lýsti Jóhannes umfangsmiklum mútugreiðslum upp á samtals andvirði um einn milljarð íslenskra króna til áhrifamanna í Namibíu í því skyni að greiða fyrir úthlutun makrílkvóta til Samherja. Sagðist Jóhannes hafa innt þessar greiðslur af hendi í samráði við Þorsteinn Má Baldvinsson.

Í þættinum er jafnframt spilaður, úr samhengi, samtalsbútur þar sem Jóhannes segir: „Mái hefur engan áhuga á þessu, hann er ekkert í þessu, hann vill ekki gera þetta. Allir sem ég hef talað við það hefur enginn álit á Samherja og enginn neina trú á Samherja trúa aldrei að þeir myndu gera nokkurn skapaðan hlut…“ – Tekið skal fram að ekkert kemur með óyggjandi hætti fram í þættinum sem sannar að Jóhannes hafi þarna verið að tala um mútugreiðslur þarna.

Þá segir að óreiða hafi einkennt rekstur Samherja í Namibíu sem Jóhannes stýrði frá 2012 til 2016 en þá var honum sagt upp störfum. Segir að 2016 hafi staðan verið sú að Jóhannes hafi ekki haft neina stjórn á starfseminni. Sölustjóri fyrirtækisins frá þessum tíma fullyrðir að Jóhannes hafi oft horfið vikum saman og ekki verið hægt að ná í hann. Segir hún að þetta ástand hafi byrjað í lok árs 2015.

Þá er fullyrt að Jóhannes hafi ætlað að fara á bak við Samherja, hefja rekstur á öðru útgerðarfyrirtæki í Namibíu og nýta sér þau sambönd sem félög tengd Samherja höfðu byggt upp í landinu.

DV hefur borið fullyrðingar Samherja undir Jóhannes Stefánsson en ekki barst svar fyrir birtingu þessarar fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum