fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Goddur um vegglistina við Sjávarútvegshúsið – „Eins og klám þá þekkirðu það þegar þú sérð það“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 14. október 2020 11:00

mynd/samsett-Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina birtust vegfarendum um vestanverða Sæbraut nýtt götulistaverk. Málað hafði verið yfir „graffið,“ eða veggjakrotið sem prýtt hafði vegg sem gengur út úr Sjávarútvegshúsinu og þvert á stærðarinnar bílaplan með svartri málningu og hvítir stafir yfir með áletruninni: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ Það vakti svo enn meiri furða þegar vaskir menn með háþrýstidælu mættu strax á mánudagsmorgun og hófu þrif á nýrri veggjamynd. Þótti mörgum það skjóta skökku við enda hafði veggjakrot sem flestir gátu sammælst um að lítil prýði væri af fengið að standa á þessum sama vegg í áraraðir án afskipta.

Sjá nánar: Áfram stroka þeir nýju stjórnarskrána út – „Norðurlandamet í viðbragðshraða stjórnvalda slegið“

Þarna var reyndar viss saga að endurtaka sig, því árið 2017 var málað yfir tveggja ára gamalt listaverk sem málað hafði verið á suðausturgafl hússins árið 2015 í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina það ár. Verkið var eyðilagt fyrir tilstillan Hjörleifs Guttormssonar, fyrrum Alþingismanns Alþýðubandalagsins og íbúa miðbæjarins, sem kvartað ítrekað yfir því. Árið 2018 var svo ráðist í hugmyndasamkeppni um nýtt verk á þennan frægasta málverkastriga landsins. Sigraði þá keppni tillaga listamannsins Söru Riel, „Glitur hafsins,“ sem prýðir nú gaflinn umtalaða.

Listaverkið Sjómaðurinn, sem Hjörleifur Guttormsson krafðist þess að yrði fjarlægt af húsinu.

Í gær mættu svo hópur 20-30 einstaklinga og hófu vinnu við endurreisn listaverksins útstrokaða, í þetta sinn á trévegg aftan við steinvegginn sem þrifinn var. Athygli vakti að það tók hópinn um fjórar klukkustundir að mála skilaboðin á vegginn, en háþrýstidælumenn tvo daga að þrífa hinn vegginn.

Sigurverk Söru Riel.

Sjá nánar: Nýr veggur málaður við hlið hins gamla – Segir að þau eigi vegginn

Goddur spáir í spilin

Listamaðurinn þjóðkunni og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, Goddur, sat í þeirri dómnefnd. DV tók Godd á tal og spyrði hvað honum fyndist um atburði síðustu daga.

Aðspurður um mörk veggjakrots og listar svarar Goddur, nokkuð hraustlega, „The writing on the wall, veggjamyndir, hafa fylgt manninum í þúsundir ára og allt aftur til hellamynda. Eitt er það þó sem ég hef engan smekk fyrir, og það eru svokölluð „tags,“ þar sem menn eru að merkja nafnið sitt eða dulnefni sitt með tússpennum til dæmis. Þar eru á ferðinni sjálfumglaðir hrokatittir sem eru ýmist fullir eða á dópi í einhverskonar tapaðri sjálfsleit. Á bak við það er bara skemmdarfýsn og sjálfgefið að þetta er bara drasl.“

„Hitt er svo,“ hélt Goddur áfram, „að það er kúltur á bakvið veggjalist, og til eru margar flottar bækur, íslenskar bækur, um rjómann af þessu, til dæmis eftir Þórdísi Claessen, sem tekur þetta vel fyrir,“ útskýrir Goddur og ljóst á talanda hans að hann beri mikla virðingu fyrir vandaðri veggjalist.

Nýjasta verkið eins og klám – Ljóst hverjum sem það vill sjá

En hvað með nýjasta verkið við Sjávarútvegshúsið? Þar segir Goddur að séu á ferðinni vandaðir listamenn sem eigi margar fallegar myndir víðsvegar um borgina: „Þau hafa gert falleg verk til dæmis uppi í Þingholtunum við Eldsmiðjuna. Hvað þessi skilaboð varðar, „Hvar er nýja stjórnarskráin,“ þá hangir eitthvað göfugra á bakvið það, einhverskonar sannfærandi máttur, og jafnvel pólitískur máttur. Nú mælist hvað, 60 prósent þjóðarinnar fylgjandi þessari stjórnarskrá, og má þá ekki ráða að 60% þjóðarinnar sé á bakvið þessi skilaboð líka?“

Á þessum tímapunkti í samtali blaðamanns við Godd hefur samtalið tekið á sig verulega heimspekilegan blæ. Aðspurður hvort ekki sé eðlismunur á „graffi,“ það er að segja almennu veggjakroti sem flestir geta sammælst um að sé til ama, og þrælpólitískum skilaboðum sem þessum, og ef eðlismunur sé á þessu tvennu, hvort ólík viðbrögð stjórnvalda sé ekki að vissu leyti réttlætanlegur. „Jújú, auðvitað má velta því fyrir sér. Eins má spyrja, hvar liggur munurinn á drasli og einhverju sem skiptir raunverulega einhverju máli. Um það má deila og hver hefur sínar hugmyndir um það. Eins og klámið þá þekkirðu það þegar þú sérð það, en er illskilgreinanlegt. Ef eitthvað er drasl, þá er það jafnframt ljóst hverjum sem það vill sjá,“ segir Goddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur úr tálbeituhópnum ræðir við DV: Segir þingmenn og aðra broddborgara klæmast við börn á netinu

Piltur úr tálbeituhópnum ræðir við DV: Segir þingmenn og aðra broddborgara klæmast við börn á netinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert B. Schram fallinn frá

Ellert B. Schram fallinn frá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump