fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Meintur fjársvikari lýsir djúpri vináttu við heilabiluðu systurina – Segir að fjölskyldan hafi komið illa fram við þær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. október 2020 20:31

Rocio Berta Calvi Lozano

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rocio Berta Calvi Lozano, bólivísk kona sem sökuð er um ævintýraleg fjársvik  gagnvart tveimur heilabiluðum íslenskum systrum, segist hafa átt í djúpu vináttusambandi við aðra systurina en fjölskylda systurinnar hafi komið illa fram við sig og reynt að stía þeim sundur. 

Þetta kemur fram í frétt á RÚV sem hefur undir höndum greinargerð verjanda systurinnar en fyrirtaka var í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 30. september síðastliðinn.

Í greinargerð sinni hafnar Rocio, sem er fædd árið 1967 og gift íslenskum manni fæddum sama ár og er hann líka ákærður í málinu fyrir samsekt, öllum ásökunum í ákærunni. Segir í greinargerðinni að það hafi verið val eldri systurinnar að umgangast hana. Hafi hún viljað endurgjalda Rocio fyrir ást og umhyggju með því að arfleiða hana að eigum sínum. Rocio segir eldri systurina hafa verið numda á brott af heimili sínu fyrir þremur árum og svipta frelsi sínu af fjarskyldum ættingjum sem hafi flutt hana nauðuga á bráðadeild. Segist hún jafnframt hafa ráðstafað fjármunum hennar með vitund og vilja systurinnar. Það hafi ekki verið hlutverk ættingjanna að ákvarða hvernig systurnar ráðstöfuðu fé sínu heldur þeirra sjálfra.

Ævintýraleg ákæra

Rocio er sökuð um að hafa notfært sér andlegt ástand heilabilaðra, aldraðra systra og fengið þær til að skrifa undir erfðaskrá þar sem hún var arfleidd að nær öllum eigum þeirra. Ennfremur er hún sökuð um ævintýralega eyðslu á greiðslukorti sem tengt var við bankareikning annarrar systurinnar en ákæran er 52 blaðsíður. Er hún sögð hafa á fimm ára tímabili, frá 2012 til 2017, notað greiðslukortið alls 2166 sinnum.

Hér fyrir neðan má sjá lítinn hluta af þessum kortafærslum:

  • GIORGIO ARMANI RETAIL – 39.236 kr.
  • HEKLA HF  – 264.590 kr.
  • Karen Millen Kringlan – Samtals 120.760 kr.
  • Gallerí Fold – 915.000
  • SAKS FITH AVENUE – samtals 319.643 kr.
  • Herrahúsið ehf.  – 46.000 kr.
  • Tónastöðin – 85.405 kr.
  • Öndvegi – Lifum ehf. 98.100 kr.
  • Háskólinn í Reykjavík – 590.000 kr.
  • Snyrtivöruverslunin Glæsibæ – 51.000 kr.
  • Perlan veitingastaðir – 58.080 kr.
  • Galeria Kaufhof – 35.138 kr.
  • Örninn golfverslun 32.900 kr.
  • Polarn O Pyret – 23.082 kr.
  • Lín Design – samtals 67.920 kr.
  • Intersport Bíldshöfða 25.313 kr.
  • Keiluhöllin – 5.400 kr.
  • Laser tag – 43.000 kr.
  • Svefn og heilsa – 259.000 kr.
  • Pfaff hr. – 140.403 kr.
  • Rúmfatalagerinn – 98.050 kr.
  • Partýbúðin – 3.320 kr.
  • Sjóklæðagerðin – 99.760 kr.
  • Útlendingastofnun – 12.000 kr.
  • Kúnígúnd – 20.144 kr.
  • World Class – 31.190 kr.
  • Georg Jensen Kastrup – samtals 35.017 kr.
  • Bauhaus – 155.992 kr.
  • Herragarðurinn Kringlunni – 20.178 kr.
  • Garri ehf. – 49.653 kr.
  • Couture ehf – 140.000 kr.
  • Rafha ehf – 297.100 kr.
  • Síminn Ármúla – 116.900 kr.
  • Ralph Lauren – 50.508
  • Laugaás ehf – 18 færslur – samtals 58.069 kr.

Heildarupphæð úttekta af debetkortinu er sögð vera yfir 50 milljónir króna.

Rocio er einnig sökuð um að hafa stolið ýmsum munum af heimili annarrar systurinnar, meðal annars hnífapörum, dúkum, styttum og  stokkabelti fyrir gullhúðaðan upphlut sem er metinn á 1,8 milljónir króna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé