fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni fá ekki skaðabætur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 08:00

Hjólhýsabyggð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórnin í Bláskógabyggð hefur ákveðið að á næstu tveimur árum verði hjólhýsasvæðið við Laugarvatn rýmt. Ástæðan er vegna öryggismála en verið er að bregðast við ábendingum lögreglustjórans á Suðurlandi, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sögn Ástu Stefánsdóttur sveitarstjóra.

Jóhannes Helgi Bachmann, hefur boðist til að taka yfir hjólhýsasvæði yfir og sjá um endurbætur og uppbyggingu á því. Sveitarstjórnin hafnaði þessu erindi hans í síðustu viku. Fréttablaðið hefur eftir honum að hann telji sveitarfélagið skaðabótaskylt ef svæðið verður lagt niður sem hjólhýsasvæði.

„Þetta er alveg út í hött. Það er búið að leyfa uppbyggingu á margra milljóna króna mannvirkjum og svo á bara að rýma svæðið,“

hefur Fréttablaðið eftir Jóhannesi sem sagðist sjálfur hafa skipulagt sumarhúsasvæði í landi Markar í Villingaholtshreppi.

„Ég bauð að ég myndi fjármagna allar breytingar og viðbætur. Það þarf að grisja svæðið og stækka það og gera betri fráveitu og betri vatnsmál og eldvarnir. Þetta er alveg hægt en kostar bara peninga. Ég bauð þeim að sjá um þetta og ég fengi svæðið í staðinn til eignar.“

Hjólhýsahverfið á Laugarvatni á sér um hálfrar aldar sögu en þar eru nú um 200 hjólhýsi.

„Þegar það er leyft að byggja upp, þó svo að það sé ekki í samningi, þá er komin hefð sem verður lögbundin á vissum árafjölda. Með því að leyfa þetta eru þeir búnir að skapa grundvöll fyrir skaðabótaskyldu – ef þeir ætla að láta rýma svæðið,“

 er haft eftir Jóhannesi.

Ásta sagðist ekki telja neinar líkur á að sveitarfélagið þurfi að greiða skaðabætur því samningarnir séu til ákveðins tíma og ef ljóst sé að þeir verði ekki framlengdir þurfi leigutakar að fjarlægja eigur sínar og mannvirki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu