fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Færri í bakvarðasveitinni nú en í vor

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 06:59

Heilbrigðisstarfsfólk að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vor skráðu um 1.100 heilbrigðisstarfsmenn sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en nú hafa tæplega 300 skráð sig. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið í dag.

Fram kemur að á fyrstu tveimur vikunum, eftir að tilkynnt var um samkomubann í vor, hafi rúmlega 500 skráð sig. Í byrjun apríl voru skráningarnar orðnar rúmlega 1.000 og í lok apríl voru þær orðnar 1.159.

Ákveðið var að endurvekja bakvarðasveitina í september þegar hin svonefnda þriðja bylgja COVID-19 hófst. Ákveðið var að byrja á núlli og óska eftir nýskráningu. Fyrir þessu voru tvær ástæður, aðstæður þeirra sem höfðu skráð sig höfðu breyst og heilbrigðisstofnanir óskuðu eftir breytingu á atriðum við skráningarnar til að einfalda ráðningar.

Frá því að bakvarðasveitin var aftur sett á laggirnar þann 21. september og þar til í gær höfðu 297 skráð sig. Sama hlutfallslega fækkun hefur orðið í öllum hópum. Í vor skráðu 275 hjúkrunarfræðingar sig en eru 55 nú. Læknar voru 107 í vor en eru 35 nú og sjúkraflutningamenn eru 40 núna en voru 102 í vor. 63 sjúkraliðar hafa skráð sig núna en voru 238 í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband