fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Tilkynning um eld í húsbíl skilaði sér ekki til lögreglunnar – Manntjón varð í brunanum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. október 2020 06:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum brann húsbíll við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu um helgina. Í bílnum fundust líkamsleifar karlmanns á fertugsaldri. Neyðarlínunni barst tilkynning um eldinn skömmu fyrir miðnætti á föstudagskvöldið. Starfsmaður Neyðarlínunnar vísaði tilkynnanda áfram til lögreglunnar en hún svaraði ekki, síminn hringdi út.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að lögreglunni hafi svo borist tilkynning um bílinn á laugardaginn klukkan 13.30. Þá var bíllinn illa útileikinn og mikið brunninn. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og sagði að skoðað verði af hverju tilkynningin á föstudagskvöldið hafi ekki skilað sér til lögreglunnar.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að það hafi verið sumarhúsaeigendur í Grafningi sem hringdu í Neyðarlínuna á föstudagskvöldið þegar þeir töldu sig sjá eld hinum megin Sogsins. Þeir töldu sig einnig sjá bremsuljós bifreiðar. Það getur ekki hafa verið húsbíllinn sem brann því framendi hans sneri að vatninu.

Starfsmaður Neyðarlínunnar er sagður hafa vísað tilkynnanda áfram til lögreglunnar en síminn hafi hringt út hjá henni.

Lögreglan rannsakar nú eldsupptökin og verst allra fregna um málið. Morgunblaðið hefur eftir Oddi að allir mögulegir þættir málsins séu rannsakaðir. Lögreglan hefur óskað eftir ábendingum frá vitnum og öðrum sem kunna að vita eitthvað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri