Neyðarlínan og embætti Ríkislögreglustjóra hafa sent frá sér tilkynningu er varðar misbrest á tilkynning um eldsvoða í húsbíl um helgina en maður lést í brunanum. Tilkynningin er eftirfarandi:
„Ríkislögreglustjóri og 112 harma það mjög að símtal þar sem tilkynnt um eld við Torfastaði í Grímsnesi hafi ekki skilaði sér í útkalli slökkviliðs og lögreglu á svæðinu.
Markmið lögreglu og 112 er fyrst og fremst þjónustuhlutverk við almenning í landinu þegar neyð steðjar að.
Tæknilegir annmarkar urðu til þess að lögregla fékk ekki tilkynningu um atburðinn áður en innhringjandi sleit símtali. Það skýrist af því að mál stofnaðist ekki í kerfum sem fjarskiptamiðstöð og 112 vinna með þegar símtalið var flutt á milli. Þegar hefur verið sett af stað vinna til þess að bæta hugbúnað svo slíkt geti ekki endurtekið sig.“